Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. 22.7.2025 15:55
Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á. 22.7.2025 15:01
Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. 22.7.2025 11:03
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21.7.2025 16:56
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21.7.2025 15:24
Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Tvö skotvopn voru haldlögð í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar skoti var hleypt af á hótelinu Svarta Perlan við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hluti þeirra fimm sem voru handteknir voru að skemmta sér á útihátíð á Selfossi. 18.7.2025 15:56
Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. 18.7.2025 12:04
Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. 18.7.2025 11:18
Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. 17.7.2025 15:48
Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Englendingur sem nýlega fékk íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tíu ár fagnar breytingunni. Hann les fólki með útlendingaandúð pistilinn og segist ætla að taka þátt í því að byggja upp betra Ísland. 17.7.2025 14:01