Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Dagslokagengi flugfélagsins Play er aðeins 46 aurar á hlut og hefur aldrei verið lægra við lokun markaða. Gengið fór lægst niður í 37 aura í dag. 22.7.2025 17:12
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. 22.7.2025 16:49
Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Auður Jónsdóttir rithöfundur segist forviða eftir atvik sem hún lenti í við Ingólfstorg í síðustu viku. Þar hafi lítill hópur fólks reynt að koma í veg fyrir það að hún settist upp í leigubíl sem afrískur maður ók. Hún hafi látið varnaðarorð fólksins sem vind um eyru þjóta og átt ánægjulega ferð með manninum. 22.7.2025 15:33
Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents eru 65 prósent landsmanna ánægðir með ákvörðun forseta Alþingis að beita svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að binda enda á umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. 22.7.2025 15:04
Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. 22.7.2025 13:32
Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. 22.7.2025 10:18
Samruninn muni taka langan tíma Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. 21.7.2025 16:28
Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. 21.7.2025 14:08
Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð. 21.7.2025 11:25
Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 13.7.2025 10:32