Örn skipaður landsbókavörður Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar. 19.2.2025 12:38
Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. 19.2.2025 11:08
„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár. 19.2.2025 09:10
Þingið kafi í styrkveitingarnar Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka. 19.2.2025 08:18
Útlit fyrir talsverða rigningu Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Á Suðausturlandi er útlit fyrir talsverða rigningu en víða dregur úr úrkomu seint í dag. 19.2.2025 07:35
„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18.2.2025 16:50
„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. 18.2.2025 14:45
Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. 18.2.2025 14:05
Bætast í eigendahóp Markarinnar Um áramótin bættust þau Hildur Leifsdóttir og Peter Dalmay við eigendahóp Markarinnar lögmannsstofu hf. Bæði hafa starfað um árabil hjá stofunni. 18.2.2025 13:00
Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Formanni Neytendasamtakanna hugnast ekki þreifingar um samruna Arion banka og Íslandsbanka. Hann segir ótækt að draga úr samkeppni og efast um fögur fyrirheit um að samlegðaráhrif skili sér til neytenda. 18.2.2025 12:47