Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. 22.7.2025 10:18
Samruninn muni taka langan tíma Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. 21.7.2025 16:28
Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. 21.7.2025 14:08
Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð. 21.7.2025 11:25
Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 13.7.2025 10:32
Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. 11.7.2025 16:08
Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka. 11.7.2025 14:10
Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hafi í dag sett fordæmi sem muni eftir til vill koma í bakið á honum fyrr en síðar. „Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi.“ 11.7.2025 12:40
„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ 11.7.2025 11:54
„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ 11.7.2025 10:29