Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. 6.2.2025 11:38
Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. 6.2.2025 10:36
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti. 5.2.2025 16:42
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5.2.2025 16:07
Guðrún boðar til fundar Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Leiða má líkur að því að þar muni hún tilkynna framboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 5.2.2025 11:34
Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Allir sakborningar í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar hér á landi neita sök. Einn þeirra ber fyrir sig skort á sakhæfi, sem er harla óalgengt í fíkniefnabrotamálum. 5.2.2025 10:46
Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum. 4.2.2025 16:50
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. 4.2.2025 14:32
Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4.2.2025 13:05
Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Í kjölfar samruna Marel hf. og John Bean Technologies Corporation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hluthafi í JBT Marel Corporation með 6,6 prósenta eignarhlut, sem er um 62 milljarða króna virði. Eyrir Invest hefur gert upp allar skuldbindingar við lánveitendur og er nú skuldlaus. 4.2.2025 11:36