Oculis valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum. 12.6.2023 11:27
Reynir Ingi tekur við af Sindra hjá Expectus Reynir Ingi Árnason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus. Hann tekur við af Sindra Sigurjónssyni. 12.6.2023 10:23
Allir stóru bankarnir búnir að hækka lánavextina Íslandsbanki hækkaði vexti sína síðastliðinn föstudag og hafa þá allir stóru viðskiptabankarnir hækkað vexti sína eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í síðasta mánuði. 12.6.2023 09:42
Stúlkan sem lögregla lýsti eftir er fundin heil á húfi Stúlka sem lögregla á Suðurnesjum lýst eftir fyrr í morgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim er fundin heil á húfi. 12.6.2023 08:50
Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. 12.6.2023 08:33
Áfram hlýtt austantil en svalara vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands. 12.6.2023 07:11
Hampiðjan komin á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Hlutabréf í Hampiðjunni voru í dag tekin til við skipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið hefur verið skráð félag á Íslandi síðan 1993, þar af síðastliðin sautján ár á Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum. 9.6.2023 13:21
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9.6.2023 11:12
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9.6.2023 09:39
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9.6.2023 08:07