Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Elskar að prófa sig áfram í tískunni

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Stefán John Turner lítur á tískuna sem list en hann hefur mikinn áhuga á klæðaburði. Hann hugsar alltaf um heildar lúkkið þegar hann verslar og eyðir ekki miklum tíma í að velja föt hverju sinni þar sem hann segir það stundum koma best út að klæða sig í flýti. Stefán John Turner er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Óheilög og gríðarlega vinsæl

Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“

Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má.

Listaverk sem fagna nýju lífi

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum

Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“

Skapar ævintýralega heima með Björk

Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim.

Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna

Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu.

Sjá meira