Heyrði varla í bónorðinu fyrir látum „Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum. 9.10.2024 09:02
Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er nýkomin heim úr ævintýralegri ferð til Parísar þar sem hún þræddi tískusýningar franskra tískuhúsa, skellti sér í rússíbana með stórstjörnum, hitti Kylie Jenner og tók púlsinn á helstu straumum tískunnar um þessar mundir. 8.10.2024 15:02
Tíu ár af ást: „Sennilega ekki auðvelt með mér“ Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 8.10.2024 11:42
Galið að fræðsla um snípinn sé af skornum skammti „Allt tal um kynlíf var mikið tabú þá og ég þorði ekki að fara á móti straumnum,“ segir kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórsdóttir sem vissi frá unglingsaldri að hún hefði áhuga á því að vera kynfræðingur. Hún rekur í dag fyrirtækið Eldmóður og stendur fyrir námskeiðinu Kveiktu á þér fyrir þig. Blaðamaður ræddi við Kristínu um kynlífsmarkþjálfunina og tilveruna. 8.10.2024 10:28
Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku „Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans. 8.10.2024 07:02
Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Það var rífandi stemning í Gallery Port um helgina þegar Dýrfinna Benita og Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams opnuðu nýja sýningu. Margt var um manninn og veðrið var upp á sitt allra besta. 7.10.2024 20:03
Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. 7.10.2024 11:02
„Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Brynhildur Þorbjarnardóttir og Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir eiga einstaka vináttu og hafa báðar brennandi áhuga á víni. Eftir sameiginlega lífsreynslu áttuðu þær sig á því að það var óumflýjanlegt fyrir þær að verða vinkonur og ákváðu þær í kjölfarið að stofna fyrirtæki saman sem sérhæfir sig í vínkynningum. Blaðamaður ræddi við þetta tvíeyki og fékk að heyra nánar frá. 5.10.2024 07:03
Draumur Lilju rættist á tískuvikunni í París „Þetta er algjör draumur að rætast,“ segir Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum ilmverslunarinnar Fischersunds. Hún og hennar teymi fögnuðu tískuvikunni í París á dögunum í virtu versluninni Dover Street parfums market þar sem ilmvötn Fischersunds fóru í sölu. 2.10.2024 15:03
„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. 2.10.2024 13:04