Einn rekinn heim vegna rasisma og tveir handteknir fyrir kynferðisbrot Keppnisferðalag franska ruðningslandsliðsins er fljótt að breytast úr draumi í martröð. Um helgina var einn leikmaður liðsins rekinn heim fyrir að láta rasísk ummæli falla á samfélagsmiðlum sínum og nú hafa tveir verið handteknir fyrir kynferðisbrot. 9.7.2024 11:30
Nistelrooy snúinn aftur á Old Trafford eftir átján ára fjarveru Ruud van Nistelrooy hóf í dag störf sem aðstoðarþjálfari Manchester United, átján árum eftir að hann yfirgaf félagið sem leikmaður. 8.7.2024 16:30
Hélt að hann myndi aldrei vinna aftur: „Ég get ekki hætt að gráta“ Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi, gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hann tryggði sér sigur á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum í gær. 8.7.2024 16:01
Cecilía á leið til Inter Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á leið í ítölsku úrvalsdeildina frá Bayern München. 8.7.2024 13:24
FCK hafnar risatilboði frá Spáni í Orra Stein Danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn hefur hafnað risatilboði frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Girona í Orra Stein Óskarsson. 8.7.2024 12:50
Grindvíkingar fá landsliðskonu frá Njarðvík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við íslensku landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna næstu tvö árin. 8.7.2024 12:41
Sextíu þúsund manns vilja ekki missa De Ligt til Man United Tæplega sextíu þúsund stuðningsmenn þýska stórveldisins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista til að reyna að koma í veg fyrir að félagið selji varnarmanninn Matthijs de Ligt til Manchester United. 8.7.2024 11:30
Nefna skó í höfuðið á Kroos: „Hann varð bara ástfanginn“ Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir að Toni Kroos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, hafi einfaldlega orðið ástfanginn af Adidas Adipure 11Pro takkaskónum sem komu út fyrir ellefu árum. 8.7.2024 07:00
Dagskráin í dag: KA-menn í vandræðum mæta í Hafnarfjörðinn Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á fjórar beinar útsendingar á þessum fína mánudegi þar sem viðureign FH og KA í Bestu-deild karla verður í aðalhlutverki. 8.7.2024 06:00
Stólarnir missa lykilmann en fá Spánverja í staðin Tindastóll hefur samið við hina spænsku Mariu del Mar Mazuecos um að leika mað liðinu út yfirstandandi tímabil í Bestu-deild kvenna. 7.7.2024 23:17