Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni. 27.7.2025 08:54
Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. 27.7.2025 08:32
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. 27.7.2025 07:47
Virknin minnkað þó áfram gjósi Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs. 27.7.2025 07:25
„Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Íslensk kona lenti í lífsháska þegar öndunarvegur hennar lokaðist á leið í grunnbúðir Everest. Ellefu sjerpar báru hana í fjóra tíma áður en hún var flutt með þyrlu til Katmandú. Við útskrift af spítala var ferðatrygging hennar ekki tekin gild svo hún þurfti sjálf að leggja út 1,4 milljón króna. Sjóvá greiddi henni peninginn til baka en hún furðar sig á vinnubrögðunum. 27.7.2025 07:06
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26.7.2025 15:17
Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist. 26.7.2025 14:02
Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Fatahönnuðurinn Guðmundur Magnússon stofnaði hlaupafatamerkið Vecct í fyrra ásamt tveimur vinum sínum. Samhliða rekstrinum hafa hlaup heltekið líf Guðmundar sem er kominn í fremstu röð hlaupara og æfir nú fyrir maraþon. 26.7.2025 12:10
Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. 26.7.2025 10:05
Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Lægðardrag liggur yfir vestanvert landið og rignir dálítið úr því í dag. Vindar eru hægir framan af degi en síðan gengur í norðvestanstrekking með vesturströndinni. Skýjað með köflum austantil, skúrir eftir hádegi og jafnvel dembur seinnipartinn. Hiti allt að átján stig suðaustantil þegar best lætur. 26.7.2025 08:23