Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. 7.10.2024 21:11
Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. 7.10.2024 20:12
Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. 7.10.2024 19:06
Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Ekkert hefur heyrst til Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því að Ísraelar gerðu loftárásir á Beirút í síðustu viku. 6.10.2024 23:10
Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. 6.10.2024 22:31
Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. 6.10.2024 21:32
Öflugur skjálfti í Bárðarbunguöskju Skjálfti af stærð 4,5 varð í Bárðarbunguöskju klukkan 17:56 í dag. 6.10.2024 20:42
Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Ljósmyndasýningin „Upprisa“ sem er unnin af sálfræðingnum Evu Gunnarsdóttur og ljósmyndaranum Richard Shutt opnaði í Núllinu í Bankastræti á föstudag og stendur yfir helgina. 6.10.2024 17:52
Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6.10.2024 00:16
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5.10.2024 23:08