Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar til Berufjarðar upp úr hádegi vegna alvarlegs tveggja bíla umferðarslyss á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. 9.3.2025 12:46
Slasaðist við tökur í Bretlandi John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. 9.3.2025 10:20
„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. 8.3.2025 17:08
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8.3.2025 15:48
Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. 8.3.2025 14:30
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8.3.2025 11:35
Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. 8.3.2025 10:18
Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Jói Kjartans tók þúsundir mynda af kærustu sinni yfir tólf ára tímabil. Þegar sambandinu lauk vissi hann ekki hvað ætti að gera við myndirnar. Á samsýningunni Störu í Gerðarsafni má sjá brot af af myndunum en Jói stefnir einnig að því að gefa þær út í ljósmyndabók. 8.3.2025 09:02
Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. 7.3.2025 15:33
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7.3.2025 12:29