Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. 23.9.2025 06:00
Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. 22.9.2025 23:02
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22.9.2025 19:57
Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. 22.9.2025 16:59
Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. 22.9.2025 16:02
Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Meirihluti félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir samtökin, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. 22.9.2025 14:30
Telur áform ráðherra vanhugsuð Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. 21.9.2025 07:44
„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. 18.9.2025 19:20
„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. 18.9.2025 14:01
Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. 17.9.2025 21:32