KSÍ

Fréttamynd

Dómara­málin inn í skóla­kerfið

Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á.

Skoðun
Fréttamynd

„Við megum ekki sitja eftir“

Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þessar hreyfingar verða að fara að vinna saman“

Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Hann segist vilja sameina hreyfinguna ef hann verður kjörinn.

Sport
Fréttamynd

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars fylgist grannt með ís­lenska lands­liðinu

Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands í fót­bolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Ís­lenska lands­liðið hefur gengið í gegnum brös­ótta tíma í ár. Þjálfara­skipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðars­sonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts komið til héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands hefur form­lega óskað eftir að­komu ís­lenska ríkisins að fjár­mögnun á leigu sambandsins á hita­pylsunni svo­kölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugar­dals­völl, þjóðarleikvang Íslendinga, leik­færan fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undan­farnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þriggja vikna vinna í vaskinn

Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undir­­búning Laugar­­dals­­vallar fyrir Evrópu­­leiki Breiða­bliks í vetur. Undir­­búningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heima­­leikinn, sem fara átti fram á Laugar­dals­velli annað kvöld, er farinn í vaskinn með ein­hliða á­­kvörðun UEFA í gær og hyggst fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Á­kveðinn hópur sem ég leitaði til“

Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide frétti af á­kvörðun Vöndu í gær

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar var hann meðal annars spurður út í væntanlegt brotthvarf Vöndu Sigurgeirsdóttur úr formannsembættinu hjá KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur ekki tíma til að vera stressaður

Laugardalsvöllurinn er vaktaður allan sólarhringinn þessa vikuna. Pulsan er mætt aftur og er um fjórtán gráðu heitt fyrir innan hana. Blikar leika í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ óskar eftir að spila heima­leiki sína er­lendis

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stolt, þakk­lát og auð­mjúk“

Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hver á að vera næsti for­maður KSÍ?

Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. En hver á að setjast í formannsstólinn?

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur

Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórar hug­­myndir – lítil sam­­skipti: „Veldur okkur áhyggjum“

Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Åge: „Leikur sem ég hef eytt úr mínu minni“

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta segist hafa eytt minningunni um leik liðsins gegn Lúxem­borg, í síðasta verk­efni liðsins, úr huga sínum. Åge sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi í morgun og þar var ljóst að hann bindur miklar vonir við endur­komu Gylfa Þór Sigurðs­sonar og Arons Einars Gunnars­sonar í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas eigi það skilið að vera í landsliðinu á ný

Åge Hareide, lands­liðs­­þjálfari ís­­lenska karla­lands­liðsins í fót­­bolta, segir Andra Lucas Guð­john­sen, sóknar­mann danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by eiga það ræki­lega skilið að vera í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi verk­efni í undan­keppni EM 2024. Andri Lucas hefur farið með himin­skautum í Dan­mörku upp á síð­kastið.

Fótbolti