Vísindi

Fréttamynd

Elsti maðurinn til að hljóta Nóbels­verð­laun er látinn

Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.

Erlent
Fréttamynd

Sýna hvernig geim­vera skaðar ó­næmis­kerfið

Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni

Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sátu um vísinda­mann eftir „á­skorun“ Rogan og Musk

Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Enginn al­vöru loft­hjúpur utan um lofandi fjar­reiki­stjörnur

Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus.

Erlent
Fréttamynd

Lykil­hrá­efni lífs í neðan­jarðar­hafi tungls Satúrnusar

Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra.

Erlent
Fréttamynd

Ocu­lis valið Þekkingar­fyrir­tæki ársins 2023

Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti „garð­úðari“ sól­kerfisins við Satúrnus

Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir.

Erlent
Fréttamynd

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjar­lægum gasskýjum

Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell.

Erlent
Fréttamynd

Skrefi nær leyndar­dómi risa­svart­hols­stróka

Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum.

Erlent
Fréttamynd

Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda

Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður.

Erlent
Fréttamynd

Margir ein­kenna­lausir með blóð­tappa

Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum.

Innlent
Fréttamynd

Átta ára ferðalag til Júpíters hafið

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) gera í dag aðra tilraun til að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. 

Erlent
Fréttamynd

Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár.

Erlent
Fréttamynd

Sund­laugar ríka fólksins mikil um­hverfis­ógn

Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn.

Erlent
Fréttamynd

Að greina gervi­greind

Mikið hefur verið rætt og ritað um háskólana á síðustu vikum og hefur hugvísindafólk minnt á stöðu þeirra sem sjálfstæðar stofnanir sem hafa það hlutverk að þróa nýja þekkingu í gegnum rannsóknarstarf. Má ætla að hér sé verið að bregðast við nýjum áherslum háskólaráðherra á STEAM greinarnar, þ.e. vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði, og tengingu þeirra við atvinnulífið.

Skoðun