Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 18. júní 2024 14:31 Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Heilsa Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Sjá meira
Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun