
Facebook kaupir GIPHY
Fyrirtækið Facebook er að kaupa GIPHY, síðuna þar sem fólk deilir svokölluðum GIF-um.

Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021
Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum.

Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?
Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að misgengið, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir.

Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær.

Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19
Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum.

Sagan af því þegar konurnar létu Gissur byrja á Facebook
Sagan af því hvernig það bar til að Gissur Sigurðsson fór á Facebook var sögð í morgunþættinum Í bítið.

Facebook endurskoðar rafmyntaráform sín
Eftirlitsstofnanir og yfirvöld í ýmsum ríkjum hafa lýst áhyggjum af því að rafmyntir eins og Libra geti grafið undan fjármálakerfi heimsins og verið misnotaðar í þágu peningaþvættis.

Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því.

Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla.

Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna
Engar meiriháttar breytingar verða gerðar á stefnu Facebook gagnvart pólitískum auglýsingum á kosningaári í Bandaríkjunum.

Facebook prófar að hjálpa notendum að flytja myndir sínar
Fyrst um sinn munu notendur geta flutt myndir sína á Facebook yfir í Google Photos en það verður ekki mögulegt öllum fyrr en einhvern tímann á fyrri helmingi næsta árs.

Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum.

Ekki lengur Facebook heldur FACEBOOK
Fyrirtækið Facebook kynnti í dag nýtt merki fyrirtækisins.

Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar
Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári.

„Ég tel að lygar séu slæmar“
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga.

Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook
Falsaðir reikningar í nafni bandarískra kjósenda lofa Donald Trump forseta en lasta Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans á næsta ári.

Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri
Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni.

Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri
Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn.

Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook
Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd.

Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi.

Stefnumótaþjónusta á Facebook
Samfélagsmiðillinn Facebook opnaði í gær stefnumótaþjónustu í Bandaríkjunum. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í kjölfarið um tvö prósent. Hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaþjónustunnar Tinder, féllu hins vegar um sex prósent.

Enn ein óværan á Facebook gerir fólki lífið leitt
Nokkur hagnýt ráð í vörnum gegn vírusum og Facebookpest.

Konur, efri stéttin og landsbyggðin jákvæðari gagnvart Facebook
Tæplega helmingur landsmanna er jákvæður gagnvart Facebook, þrátt fyrir að neikvæð umræða um samfélagsmiðilinn hafi verið áberandi síðustu misserin.

Öryggisbrestur hjá Facebook náði til eins einstaklings á Íslandi
Persónuvernd hefur fengið þær upplýsingar að nýlegur öryggisbrestur hjá Facebook, þar sem verktakar voru notaðir til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, hafi náð til eins einstaklings á Íslandi.

Gissur mættur á Facebook
Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn.

Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt.

Skjöl sýna hvernig Facebook gerði lítið úr áhyggjum vegna Cambridge Analytica
Skjöl þar sem sjá má samskipti á milli starfsmanna samfélagsmiðlarisans Facebook á haustmánuðum 2015 sýna hvernig gert var lítið úr áhyggjum þar innanhúss vegna greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica.

Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda
Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja.

Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti
Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum.

Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna
Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir "tilveru norrænna þjóða“.