Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum

Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug.

Erlent
Fréttamynd

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur ó­ra­skaður

Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina.

Erlent
Fréttamynd

Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild.

Erlent
Fréttamynd

Skuggafar­aldur

Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan.

Skoðun
Fréttamynd

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem

Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Leggjast gegn bólusetningarvottorði til ferðalaga

Sérfræðinganefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) leggst gegn því að ríki gerir sönnun fyrir því að fólk hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni að forsendu fyrir því að það fái að ferðast á milli landa. Slíkt fyrirkomulag er talið auka á ójöfnuð og skapa nýjan ójöfnuð í ferðafrelsi í fólks.

Erlent
Fréttamynd

Af­hending á bólu­efnum til snauðra ríkja nær stöðvast

Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra.

Erlent
Fréttamynd

Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum

Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um.

Erlent
Fréttamynd

Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka

Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum.

Erlent
Fréttamynd

Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram

Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum.

Erlent