Heilbrigðismál
Yfir 20.000 tryggingakort
Rúmlega tuttugu þúsund evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út í maí, fyrsta mánuðinn eftir að útgáfa kortanna hófst.

Vilja fjármuni til varnar MÓSU
Sýkingum af völdum fjölónæmrar bakteríu, MÓSA, hefur farið hratt fjölgandi á Norðurlöndunum á síðari árum. Í öðrum Evrópulöndum er þessi veira orðin landlæg. Sérfræðingar á Norðurlöndum vilja skera upp herör gegn henni, ella sé vá fyrir dyrum. </font /></b />
Hvað er MÓSA?
Klasakokkar eru algengar spítalabakteríur, sem geta valdið alvarlegum sýkingum til dæmis blóðsýkingum.

LSH bíður greinagerðar
Stjórnendur Landspítala-háskólasjúkrahúss bíða nú eftir greinargerð frá tæknideild spítalans vegna bilunarinnar sem varð í netkerfi hans í vikunni, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar lækningaforstjóra.
Of gamall fyrir heyrnartæki
Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar.
Tólf gæðastyrkir veittir
Tólf gæðastyrkir voru veittir heilbrigðisstarfsmönnum . Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem veitti þá.

Niður með áfengisneysluna
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur aðildarríki sín til að setja sér skýr markmið til að draga úr skaðlegri notkun áfengis í því skyni að bæta almennt heilsufar þjóða sinna.

Hverfandi líkur á að fólk smitist
Það þarf náið samneyti við fugla sem eru með veiruna í sér, mikla útsetningu og mikið magn af henni til að menn veikist.

Ný reglugerð gegn smitsjúkdómum
Alþjóðaheilbrigðisþingið hefur samþykkt nýja alþjóðaheilbrigðisreglugerð. Markmiðið með henni er að hindra alþjóðlega útbreiðslu smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna án þess að valda ónauðsynlegri röskun á alþjóðlegri umferð og viðskiptum.

Mikilvægt að verja fólk og dýr
Beðið er fjárveitingar frá stjórnvöldum til að hægt sé að hefja skimun fyrir fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum hér. Landbúnaðarráðherra segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr. </font /></b />

Fuglaflensuveiran er hér
Fuglaflensuveiran er án vafa til staðar í villtum fuglum hér á landi, segir sóttvarnarlæknir. Hann segir þó nær útilokað að hér skapist hætta á að faraldur verði til eða breiðist út. Tiltekin skilyrði þurfi til að slíkt geti gerst. </font /></b />

Vill skima alifugla og vatnafugla
Embætti yfirdýralæknis hefur sótt um fjárveitingu til stjórnvalda til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi.

Segir samfélagið framleiða öryrkja
Góð menntun, há laun, glæsilegt útlit og lífsgæði. Þetta eru kröfur samfélagsins í dag. Þeir sem ekki standa undir þeim lenda utan garðs og enda sem öryrkjar. Úrræði skortir og yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítalans segir starfsfólkið vera að gefast upp. </font /></b />

Sjúkratryggingakortin rjúka út
Rúmlega sex þúsund evrópsk sjúkratryggingakort hafa verið gefin út hjá Tryggingastofnun fyrstu vikuna eftir að útgáfa þeirra hófst. Um 85 prósent fólks sækja um gegnum heimasíðuna.

Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn
Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b />

Farið eftir vinnureglum
"Það var farið eftir öllum vinnureglum hér í öllu tilliti," sagði Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á bráðamóttöku geðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss vegna máls mannsins sem tók tvo bíla ófrjálsri hendi eftir að hafa verið útskrifaður af geðdeild og stofnaði eigin lífi og annarra í hættu.

Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja
Forstjóri Tryggingastofnunar vill að tekjumörk öryrkja verði hækkuð, þannig að þeir hafi svigrúm til þess að fóta sig aftur á vinnumarkaði, án þess að örorkubæturnar skerðist. Hann bendir á að langvarandi atvinnuleysi sé heilsuspillandi. </font /></b />

Starfsendurhæfing í forgang
"Já, ég tel þetta mjög áríðandi mál og til mikils að vinna," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra , spurður um hvort uppbygging starfsendurhæfingar væri eitt af forgangsmálum hjá stjórnvöldum nú.

Minni samdráttur í sumar
Áætlað er að samdráttur í starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss í sumar verði heldur minni en undanfarin sumur eða 13 prósent af mögulegum legudögum. Á síðasta ári var hann 15 prósent og 16 prósent árið 2003, að því er fram kemur í upplýsingum frá spítalanum.
Kostnaður við örorku 52 milljarðar
Áætlað er að heildarbætur til öryrkja hafi numið 18 milljörðum króna árið 2003. Tapaðar vinnustundir vegna örorku jafngilda 34 milljörðum króna, samkvæmt nýrri úttekt á fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingu. Ungir lífeyrisþegar hér eru 136 prósentum fleiri en í nágrannalöndunum. </font /></b />

Sækja ef til vill í hærri bætur
"Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum.

Bíður niðurstöðu ráðuneytis
Framkvæmdaáætlun Fangelsismálastofnunar er enn til athugunar í dómsmálaráðuneytinu, að sögn Valtýs Sigurðssonar forstjóra stofnunarinnar. Hann segist telja biðina eftir niðurstöðum í dögum en ekki vikum.

Ein miðstöð starfsendurhæfingar
Sjö manna starfshópur um starfsendurhæfingu hefur lagt til við Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að komið verði á fót einni miðstöð fyrir starfsendurhæfingu í landinu.

Telur að fjármögnun verði blönduð
Spítalinn er undanþeginn almennri hagræðingakröfu þetta ár," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um Landspítala háskólasjúkrahús í umræðum á Alþingi í gær um stöðu spítalans. Hann teldi að fjármögnun spítalans yrði að einhverju leyti blönduð, til framtíðar litið.

Krafa um áhættumat á Landspítala
Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Veittur hefur verið rýmilegur frestur til að hefja það, þar sem verklagsreglur eru ekki tilbúnar. </font /></b />
Mun meiri veikindi starfsmanna LSH
Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala háskólasjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spítalans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár heldur en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum.

Boðin aðstoð gegn streitu
Annað slagið koma upp aðstæður vegna mönnunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þetta segir lögmaður á skrifstofu starfsmannamála. Hann segir ýmsa starfsemi í gangi sem standi starfsfólki til boða ef streita og álag hrjá það. </font /></b />

Ræða uppsagnir vegna vinnuálags
Mikið og langvarandi vinnuálag á starfsfólki Landspítalans hefur orðið til þess að hreyfing er komin á hjúkrunarfræðinga þar. Kvartanir streyma inn til Sjúkaliðafélagins og ljósmæður mæta jafnvel hálflasnar í vinnuna. </font /></b />
Þúsundir þjást af fótaóeirð
"Eins og gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð."Þannig lýsir yfirlæknir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss fótasjúkdómi sem er algengur meðal landsmanna. Umfangsmiki, rannsókn er nú að hefjast á lyfi gegn honum. </font /></b />
Um 30 þúsund kort á ári
Bráðlega verður hægt að sækja um evrópskt sjúkratryggingakort á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, eða frá og með 1. maí .