
Bretland

Kjörstaðir opnaðir í Bretlandi
Bretar ganga að kjörborðinu í dag en þetta eru þriðju þingkosningarnar á minna en fimm ára tímabili.

Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins á morgun
Bretar kjósa sér nýtt þing á morgun. Kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn verði stærstur og nái jafnvel hreinum meirihluta.

Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur.

Segir Boris Johnson ljúga um Brexit
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram.

Ellefu ára hjólabrettastelpa ætlar að verða yngsti keppandi Bretlands á Ólympíuleikum
Sky Brown er mjög fær á hjólabretti og ætlar að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Boris reynir að loka kosningunum með Love Actually auglýsingu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, birti í gær nýja auglýsingu sem minnir óneitanlega á frægt atriði úr jólamyndinni Love Actually.

Boris og félagar á siglingu
Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation.

Handtekinn eftir kynþáttaníð í Manchester-slagnum
Lögreglan í Manchester hefur staðfest að hún hefur handtekið 41 árs gamlann mann eftir kynþáttaníð í Manchester-slagnum í gærkvöldi.

Sagði ranglátt að hryðjuverkamaður hafi fengið reynslulausn
Hryðjuverkaárásir í Bretlandi komu til land í kappræðum leiðtoga Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins fyrir bresku þingkosningarnar sem fara fram í næstu viku.

Velsældarhagkerfi
Fyrir þau sem fylgjast með breskri pólitík er áhugavert að sjá að kosningarnar sem fram fara í næstu viku virðast marka endalok hins langa áratugar niðurskurðar.

Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi.

Játaði að hafa hrint sex ára dreng fram af Tate Modern
Jonty Bravery, 18 ára táningur sem hrinti sex ára dreng fram af tíundu hæð listasafnsins Tate Modern í Lundúnum í haust, játaði í dag fyrir dómi að vera sekur um tilraun til manndráps.

Óttast um gjaldþrot seðlaprentara íslenska ríkisins
Mjög er óttast um fjárhagslega stöðu breska fyrirtækisins De La Rue sem prentað hefur íslenska peningaseðla fyrir Seðlabanka Íslands í fleiri áratugi.

Segir að Anna prinsessa hafi í raun ekki hunsað Trump
Valentine Low, blaðamaður á breska dagblaðinu The Times, segir að Anna prinsessa hafi ekki verið að hunsa Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í móttöku í Buckingham-höll á þriðjudag.

Kafarinn segir ummæli Musk um hann ígildi lífstíðardóms
Vernon Unswoth, kafarinn sem milljarðamæringurinn Elon Musk kallaði barnaníðing (e. Pedo guy), segir að tíst Musk þess efnis hafi verið niðurlægjandi. Hann vill fá skaðabætur fyrir meiðyrði í sinn garð frá Musk vegna málsins.

Sakar Trudeau um að vera tvöfaldan í roðinu
Myndband sem sýnir Boris Johnson, Justin Trudeau, Mark Rutte og Emmanuel Macron gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.

Anna prinsessa yppti öxlum og heilsaði ekki Trump
Svo virtist sem Elísabet II Englandsdrottning væri hissa á því að dóttir sín, Anna prinsessa, stæði ekki með sér og Karli Bretaprins til þess að taka á móti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Melaniu Trump, við móttöku í Buckingham-höll í gær.

Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Baráttan um Bretland
Fimmtudaginn 12. desember ganga Bretar til kosninga. Verður þetta í fimmta sinn á rúmlega fimm árum sem breska þjóðin kýs.

Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London.

Barnaníðingur handtekinn klæddur í jólasveinabúning
Lögreglan í ensku borginni Newcastle handtók hinn 40 ára gamla Stephen Brown um liðna helgi í miðborg Newcastle.

Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag.

„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað.

Biður breskan almenning um að standa með sér
Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla

Minntust fórnarlamba árásarinnar á Lundúnabrú
Hin 23 ára Saskiu Jones og hinn 25 ára Jack Merritt létu í lífið í árásinni og var þeirra minnst við Guildhall Yard í Lundúnum og fyrir utan Guildhall í Cambridge fyrr í dag.

Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn.

Enn eitt áfallið fyrir fjárfestinn sem vill leggja sæstreng til Íslands
Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu verkefnisins. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.

Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld.

Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge
Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag.

Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum
Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú.