Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta

Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka há­­marks­hlut­fall fast­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur

Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í markaðsviðskiptum hjá Kviku

Tilkynnt var um talsverðar mannabreytingar innan Kviku í dag en á meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum er Stefán Eiríks Stefánsson sem hefur verið forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar bankans frá árinu 2015.

Klinkið
Fréttamynd

Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent

Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækka í­búða­lána­vexti í annað sinn á tveimur vikum

Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 

Neytendur
Fréttamynd

Fossar nýr fjár­festingar­banki

Fossar markaðir hafa fengið starfsleyfi sem fjárfestingabanki hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og fengið nafnið Fossar fjárfestingarbanki hf. Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkir kaup Ra­pyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða ís­lenskra króna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hersir hverfur frá úttekt á útboði ÍSB eftir ábendingu um „læk“

Hersis Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi fyrir Seðlabanka Íslands, hefur látið af störfum sem ráðgjafi við úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eftir að Bankasýslan gerði athugasemd við að hann hefði „lækað“ við færslu á Facebook sem varðaði útboðið.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir

Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?

Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta.

Skoðun
Fréttamynd

Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu

Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst.

Innherji
Fréttamynd

Yfirmaður hjá Arion handtekinn á árshátíð

Háttsettur yfirmaður í Arion banka mun hafa verið handtekinn vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð á árshátíð fyrirtækisins. Þetta var um síðustu helgi og er öryggisvörðurinn sagður ætla að leggja fram kæru.

Innlent
Fréttamynd

Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi

Viðskipti innlent