Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Geta veitt fyrir­tækjum hag­stæðari lán

Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur vaxta­hækkanir við­skipta­bankanna brattar

Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxandi verð­tryggingar­mi­s­vægi gæti reynst „á­skorun“ fyrir fjár­mála­kerfið

Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum, sem birtist meðal annars í því að álagspróf sýna að það myndi standast „umtalsvert“ álag, þá gæti þrálát verðbólga samtímis minnkandi umsvifum í efnahagslífinu skapað áskoranir fyrir bankana, að mati fjármálastöðugleikanefndar. Hún sér ástæðu til að vara við hratt vaxandi verðtryggingarmisvægi sem gæti valdið erfiðleikum fyrir fjármálakerfið.

Innherji
Fréttamynd

Þrá­lát verð­bólga og hægari vöxtur geti skapað á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag

Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ringul­reið á lána­markaði

Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

„Vonumst til að sem flestir fari svo í ó­verð­tryggð íbúðalán“

Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði.

Innlent
Fréttamynd

Bóf-ar(ion)?

Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana.

Skoðun
Fréttamynd

Um vaxta­hækkanir og verð á hveiti

Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta hefur slæm á­hrif á heimilin sem hafa aug­ljós­lega minna á milli handanna“

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar hveitið er dýrara en brauðið

Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­bólga fari undir fimm prósent í lok árs

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með ó­líkindum og merki um taum­lausa græðgi

Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Neytendur
Fréttamynd

Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors

Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sjálfbærnidagur Lands­bankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans hefst klukkan 09 í Grósku að Bjargargötu 1 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru erindi bankastjóra, forstjóra Eimskips og forstjóra Festi. Þá verða kynningar frá sjálfbærum matvælaframleiðendum. Sýnt verður frá deginum hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innáskipting hjá Kviku

Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir

Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­stjórn á verð­bólgu­tímum

Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?

Skoðun
Fréttamynd

Verð­tryggingar­skekkja bankanna í hæstu hæðum vegna á­sóknar í verð­tryggð lán

Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella.

Innherji
Fréttamynd

Stór banka­fjár­festir kallar eftir „frekari hag­ræðingu“ á fjár­mála­markaði

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.

Innherji