Ísrael Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Innlent 17.2.2023 10:50 Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Erlent 15.2.2023 12:46 Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“ Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu. Erlent 14.2.2023 00:09 Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels Öfgamenn Ísraels vilja ekki lýðræðisríki, þeir vilja trúarlegt ríki. Skoðun 6.2.2023 15:00 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Erlent 6.2.2023 07:36 Mossad beitti sjálfsprengidrónum í Íran Ísraelar gerðu um helgina drónaárás á skotmörk í borginni Isfahan í Íran. Árásin er sögð hafa verið framkvæmd af leyniþjónustu Ísraels og hafa mögulega beinst gegn eldflaugaframleiðslu Írans. Erlent 30.1.2023 10:29 Blinken heimsækir Miðausturlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken er mættur til Egyptalands þar sem þriggja daga heimsókn hans til Miðausturlanda hefst. Erlent 30.1.2023 09:29 Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Erlent 27.1.2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Erlent 26.1.2023 15:28 Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. Erlent 14.1.2023 19:26 Netanjahú snýr aftur til valda Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. Erlent 21.12.2022 23:17 Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32 Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19 Fimmtán særðir eftir sprengjuárás í Jerúsalem Að minnsta kosti fimmtán eru særðir eftir að tvær sprengjuárásir voru gerðar í Jerúsalem í Ísrael í morgun. Erlent 23.11.2022 07:23 Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Erlent 16.11.2022 16:03 Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Erlent 2.11.2022 15:18 Netanjahú gæti sest í stólinn á ný Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta. Erlent 1.11.2022 23:39 Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Erlent 1.11.2022 10:16 Vinkona Önnu Frank er látin Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri. Lífið 31.10.2022 12:59 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. Erlent 11.10.2022 10:52 Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14 Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar. Erlent 7.10.2022 15:10 Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Erlent 27.9.2022 10:47 Baulað á Hakimi í Ísrael Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki. Fótbolti 15.9.2022 23:30 Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31 Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. Erlent 4.9.2022 14:18 Svartur september, blóðugur september – Hálf öld frá hryðjuverkunum í München Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Skoðun 3.9.2022 15:01 Af hverju hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Palestínumenn hafa fulla ástæðu til að hata Ísrael; Ísrael er aðskilnaðarríki landnema-nýlenda, reist á rústum heimalands Palestínumanna. En hvers vegna hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Skoðun 25.8.2022 11:00 Glæpur gegn mannkyni Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skoðun 18.8.2022 12:01 Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Erlent 17.8.2022 12:22 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 43 ›
Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Innlent 17.2.2023 10:50
Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Erlent 15.2.2023 12:46
Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“ Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu. Erlent 14.2.2023 00:09
Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels Öfgamenn Ísraels vilja ekki lýðræðisríki, þeir vilja trúarlegt ríki. Skoðun 6.2.2023 15:00
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Erlent 6.2.2023 07:36
Mossad beitti sjálfsprengidrónum í Íran Ísraelar gerðu um helgina drónaárás á skotmörk í borginni Isfahan í Íran. Árásin er sögð hafa verið framkvæmd af leyniþjónustu Ísraels og hafa mögulega beinst gegn eldflaugaframleiðslu Írans. Erlent 30.1.2023 10:29
Blinken heimsækir Miðausturlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken er mættur til Egyptalands þar sem þriggja daga heimsókn hans til Miðausturlanda hefst. Erlent 30.1.2023 09:29
Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Erlent 27.1.2023 11:05
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Erlent 26.1.2023 15:28
Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. Erlent 14.1.2023 19:26
Netanjahú snýr aftur til valda Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. Erlent 21.12.2022 23:17
Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32
Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19
Fimmtán særðir eftir sprengjuárás í Jerúsalem Að minnsta kosti fimmtán eru særðir eftir að tvær sprengjuárásir voru gerðar í Jerúsalem í Ísrael í morgun. Erlent 23.11.2022 07:23
Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Erlent 16.11.2022 16:03
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Erlent 2.11.2022 15:18
Netanjahú gæti sest í stólinn á ný Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta. Erlent 1.11.2022 23:39
Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Erlent 1.11.2022 10:16
Vinkona Önnu Frank er látin Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri. Lífið 31.10.2022 12:59
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. Erlent 11.10.2022 10:52
Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14
Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar. Erlent 7.10.2022 15:10
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Erlent 27.9.2022 10:47
Baulað á Hakimi í Ísrael Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki. Fótbolti 15.9.2022 23:30
Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31
Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. Erlent 4.9.2022 14:18
Svartur september, blóðugur september – Hálf öld frá hryðjuverkunum í München Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Skoðun 3.9.2022 15:01
Af hverju hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Palestínumenn hafa fulla ástæðu til að hata Ísrael; Ísrael er aðskilnaðarríki landnema-nýlenda, reist á rústum heimalands Palestínumanna. En hvers vegna hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Skoðun 25.8.2022 11:00
Glæpur gegn mannkyni Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skoðun 18.8.2022 12:01
Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Erlent 17.8.2022 12:22