Skóla- og menntamál Kosið milli átta nafna Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans. Innlent 24.10.2005 12:20 Verjum mestu fé til menntamála Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara Innlent 17.10.2005 23:43 Óvíst hversu mörgum verði synjað Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust. Innlent 13.10.2005 19:33 Fjöldafall í löggildingarprófum Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:26 Allir nýnemar fá skólavist Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Innlent 13.10.2005 19:25 Fyrsti samningur sinnar tegundar Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. Innlent 13.10.2005 19:22 Reykjavík kom best út úr prófunum Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. Innlent 13.10.2005 19:20 Deilan um málefni sérskóla leyst Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. Innlent 13.10.2005 19:17 Aldrei fleiri sótt um í HR Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár. Innlent 13.10.2005 19:17 Vantar heimild fyrir 80 nemendur Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti. Innlent 13.10.2005 19:17 Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Innlent 13.10.2005 19:12 Prófessorsstaða kennd við Jónas Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafa undirrritað viljayfirlýsingu um að stofnuð verði staða prófessors í samvinnufræðum við skólann sem kennd verði við Jónas frá Hriflu. Hundrað og tuttugu ár eru nú liðin frá fæðingu Jónasar. Innlent 13.10.2005 19:09 Rafræn innritun í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 19:09 Íslenskukennsla skert um 33%? Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Innlent 13.10.2005 19:09 Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. Innlent 13.10.2005 19:07 Yfir 50% námsmanna í vinnu Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Innlent 13.10.2005 19:06 Skólagjöld ekki handan við hornið Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur. Innlent 13.10.2005 19:06 HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:05 Samstarf við kínverskan háskóla Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Innlent 13.10.2005 19:03 Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58 Rektorskjör í HÍ í dag Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Innlent 13.10.2005 18:55 Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53 Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51 Námskynning í Háskóla Íslands Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju. Innlent 13.10.2005 18:50 Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Innlent 13.10.2005 18:50 Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49 Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49 Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48 Þrír endar hjá Verzlingum! Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Menning 13.10.2005 18:48 Röskva vann mann af Vöku Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu. Innlent 13.10.2005 15:32 « ‹ 134 135 136 137 138 ›
Kosið milli átta nafna Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans. Innlent 24.10.2005 12:20
Verjum mestu fé til menntamála Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara Innlent 17.10.2005 23:43
Óvíst hversu mörgum verði synjað Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust. Innlent 13.10.2005 19:33
Fjöldafall í löggildingarprófum Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:26
Allir nýnemar fá skólavist Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Innlent 13.10.2005 19:25
Fyrsti samningur sinnar tegundar Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. Innlent 13.10.2005 19:22
Reykjavík kom best út úr prófunum Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. Innlent 13.10.2005 19:20
Deilan um málefni sérskóla leyst Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. Innlent 13.10.2005 19:17
Aldrei fleiri sótt um í HR Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár. Innlent 13.10.2005 19:17
Vantar heimild fyrir 80 nemendur Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti. Innlent 13.10.2005 19:17
Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Innlent 13.10.2005 19:12
Prófessorsstaða kennd við Jónas Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafa undirrritað viljayfirlýsingu um að stofnuð verði staða prófessors í samvinnufræðum við skólann sem kennd verði við Jónas frá Hriflu. Hundrað og tuttugu ár eru nú liðin frá fæðingu Jónasar. Innlent 13.10.2005 19:09
Rafræn innritun í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 19:09
Íslenskukennsla skert um 33%? Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Innlent 13.10.2005 19:09
Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. Innlent 13.10.2005 19:07
Yfir 50% námsmanna í vinnu Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Innlent 13.10.2005 19:06
Skólagjöld ekki handan við hornið Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur. Innlent 13.10.2005 19:06
HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:05
Samstarf við kínverskan háskóla Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Innlent 13.10.2005 19:03
Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58
Rektorskjör í HÍ í dag Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Innlent 13.10.2005 18:55
Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53
Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51
Námskynning í Háskóla Íslands Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju. Innlent 13.10.2005 18:50
Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Innlent 13.10.2005 18:50
Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48
Þrír endar hjá Verzlingum! Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Menning 13.10.2005 18:48
Röskva vann mann af Vöku Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu. Innlent 13.10.2005 15:32