Lyf

Fréttamynd

Kannast ekki við skyndi­lega lömun ungrar konu eftir bólu­setningu

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast.

Innlent
Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjú apótek

Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moka út með­ölum gegn út­breiddu lús­mýinu

Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið veit ekki alltaf best

Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu

Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áætla virði Alvotech 300 milljarða króna

Fjórðungur eigenda breytanlegra skuldabréfa lyfjafyrirtækisins Alvotech hafa nýtt sér rétt sinn til að breyta skuldabréfum upp á 13 milljarða króna í hlutafé. Gengi viðskiptana áætlar virði fyrirtækisins 300 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19

Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu

Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni.

Innlent
Fréttamynd

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Innlent
Fréttamynd

Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum

Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi.

Innlent