Lyf

Fréttamynd

Heilbrigðistryggingafélag tekur lyf Alvotech upp á sína arma

Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæður af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir lyfið. Alvotech, sem er býður upp á slíkt lyf, hefur hækkað um 3,7 prósent það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

Skrán­ing Ocu­lis á Aðal­mark­að má rekja til á­hug­a frá fjár­fest­um

Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

ADHD: Eru greiningar og lyfja­mál í ó­lestri?

ADHD samtökin hafa ekki farið varhluta af háværri umræðu varðandi meintar ofgreiningar og ofskömmtun lyfja, sem mikið til byggist á órökstuddum fullyrðingum fagaðila og stríðsfyrirsögnum fréttamiðla. Jafnvel fullyrt að verið sé að ala upp kynslóðir amfetamínfíkla.

Skoðun
Fréttamynd

Land­læknir rann­saki um­mæli for­manns Geð­lækna­fé­lagsins

ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Annað markaðs­leyfi í höfn í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Selarsdi (ustekinumab-aekn), líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Stelara. Gert er ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ocu­lis að klára milljarða hluta­fjár­út­boð og á­formar skráningu í Kaup­höllina

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Skaða­minnkun, lækning, hroki og hleypi­dómar

Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Lagt hald á þúsundir taflna hér á landi

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum. Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023.

Innlent
Fréttamynd

Hin meintu „ill­virki"

Það sem allir virðast vera að adda mér og Árna Tómasi saman er best að ég komi með annan pistil handa ykkur.

Skoðun
Fréttamynd

Sprautu­fíklarnir mínir

Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Tóku 23 milljarða til­boði í morguns­árið

Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sviptur leyfi og vandar Ölmu land­lækni ekki kveðjurnar

Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

„Ný sýkla­lyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vanda­máli“

Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis.

Innlent