Hafnarfjörður

Fréttamynd

Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af

Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun tímagjalds vegna NPA saminga samþykkt í Hafnarfirði

Meirihlutinn í Hafnarfirði klofnaði þegar atkvæðagreiðsla fór fram um hækkun tímagjalds fyrir NPA samninga fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar studdu tillöguna en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skipar meirihluta með Framsókn, sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í St. Jósefsspítala

Tilkynnt var um eld í viðbyggingu við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um klukkan hálf ellefu í kvöld. Mikið var að gera hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en mannskapur einnar slökkviliðsstöðvar var upptekinn annar staðar þegar útkallið barst.

Innlent
Fréttamynd

Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga

FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu

Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­­maðurinn hafi fengið gott til­­­tal

Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum

Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að fara út af veitingastað

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um ölvaðan mann sem neitaði að fara út af veitingastað í Hafnarfirði. Þegar komið var á staðinn gat lögregla rætt við manninn og hann fór að lokum.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hálf öld í Hafnarfirði á næsta ári

Fjölskyldufyrirtækið Fjarðarkaup fagnar 49 ára afmæli sínu í dag en verslunin opnaði fyrst við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí árið 1973, og á því hálfrar aldar stórafmæli á næsta ári.

Samstarf
Fréttamynd

Felli­hýsi og trampólín fjúka út á götu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli.

Innlent
Fréttamynd

Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar.

Innlent