Reykjavík

Fréttamynd

Kýldi vagnstjóra í andlitið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109.

Innlent
Fréttamynd

Nóra er fundin og komin heim

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu ára gamall Inni­púki snýr aftur eftir tveggja ára fjar­veru

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.

Lífið
Fréttamynd

Sam­göngu­stofa ekki gerst sek um ein­elti

Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig Guðrún er nýr rektor MR

Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Hópárás og árás með glasi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka.

Innlent
Fréttamynd

Launaviðtalið varð að líkamsárás

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í dag. Útköllin voru af mörgum toga í dag og má þar nefna að maður gekk berserksgang í verslun, menn slógust í miðbænum og var stolnum bíl ekið aftan á strætó.

Innlent
Fréttamynd

Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022.

Klinkið
Fréttamynd

Hótaði að myrða mann með smjör­hníf

Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar

Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Áttavilltur lundi í Suðurhlíðunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um áttavilltan lunda á vappi í Suðurhlíðunum. Hann var hinn gæfasti í höndum lögreglu sem kom honum til dýrahirðis í Húsdýragarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Erfið nótt hjá ferða­mönnum í Laugar­dalnum

Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Felli­hýsi og trampólín fjúka út á götu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli.

Innlent