„Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 3. nóvember 2023 21:07 Pétur Kristófersson ásamt syni sínum. Vísir/Örvar Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi. Tillögur að ýmsum úrbótum vegna dagforeldramála voru samþykktar í borgarráði í júní síðastliðinn. Þar kemur meðal annars fram að þegar barn nær átján mánaða aldri, greiða foreldrar sama gjald til dagforeldris eins og í leikskóla Reykjavíkurborgar. Þar væri miðað við leikskólagjöld sem eru rúmlega 31 þúsund krónur fyrir átta tíma leikskóladvöl. Foreldrar hafa undanfarna daga vakið athygli á málinu á Facebook en þrátt fyrir að borgin auglýsi niðurgreiðslurnar á heimasíðu sinni hafa þær ekki komið til framkvæmda. Svör borgarinnar óljós „Mér var sagt að þetta væri bara eitthvað sem væri algjörlega handan við hornið en það virðist sannarlega ekki vera raunin,“ segir Pétur Kristófersson faðir nítján mánaða drengs sem greiðir hátt í hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir dagvistun hjá dagforeldri. „Þetta er mjög íþyngjandi og ég held einmitt að þetta sé ekki fjárhæð sem fólk leikur sér að því að taka upp úr veskinu hjá sér,“ segir Pétur og bætir við að svör borgarinnar vegna málsins séu mjög óljós. Hann sér sjálfur ekki fram á að sonur hans komist inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi næsta haust, þá rúmlega tveggja og hálfs árs. „Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur og ég held það séu fáir í þeirri stöðu.“ Orðin tóm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það hafa komið í opna skjöldu að niðurgreiðslurnar væru ekki komnar til framkvæmda. „Ég fór að spyrjast fyrir og svörin sem ég fékk var að það hafði í raun ekkert verið gert til að innleiða þessa tillögu sem var samþykkt í sumar. Enn ætti eftir að breyta reglum sem þyrftu að fara í gegnum ákveðið samþykktarferli innan borgarinnar. Ég spurði mig þá bíddu við er þá planið að breytingin taki gildi um áramót en þá virðist ekki heldur búið að áætla fyrir þessum auknu útgjöldum á næsta ára.,“ segir Hildur og heldur áfram: „ Þannig maður spyr sig hvaða tillögur þetta eiginlega voru og hvers vegna þeim var ekki fylgt eftir og hvers vegna þetta eru bara orðin tóm.“ Úrbætur nauðsynlegar Barnafjölskyldur séu settar í vonda stöðu. Hildur segist ekki skilja hvers vegna tillögurnar voru ekki strax settar í framkvæmd og að það sé lítið mál að breyta texta og gera það sem þarf. „Ekki var hik á mannskapnum að setja textann inn á internetið eða fara með í fjölmiðlana. Þannig að þarna þarf að gera úrbætur á það er alveg klárt,“ segir Hildur. Í umræðu foreldra um málið á Facebook kemur fram að greiðslubyrði dagvistunar hjá einhverjum foreldrum vegna barna hjá dagforeldrum svipi til afborgana af húsnæðisláni. „Til þess að láta þetta ganga, þá þurfum við, bæði starfsmenn Reykjavíkurborgar, að vinna meira, fyrir Reykjavíkurborg, til þess að geta borgað Reykjavíkurborg fyrir dagvistun, til þess eins að komast í vinnu, hjá Reykjavíkurborg,“ segir ein móðir í færslu á Facebook. Reykjavíkurborg skreyti sig með innantómum loforðum sem enginn virðist vita hvenær eða hvernig verði efnd. Hildur segir loforðin hafa verið innantóm frá því í júní. „Fólk upplifði að þetta myndi taka gildi á þeim tíma.“ Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Fjármál heimilisins Leikskólar Tengdar fréttir Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Ólga meðal dagforeldra Eftir að hafa hlustað á viðtal við Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis Fimmtudag 15.júní erum við starfandi dagforeldrar frekar uggandi 16. júní 2023 11:30 Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. 13. janúar 2023 15:31 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Tillögur að ýmsum úrbótum vegna dagforeldramála voru samþykktar í borgarráði í júní síðastliðinn. Þar kemur meðal annars fram að þegar barn nær átján mánaða aldri, greiða foreldrar sama gjald til dagforeldris eins og í leikskóla Reykjavíkurborgar. Þar væri miðað við leikskólagjöld sem eru rúmlega 31 þúsund krónur fyrir átta tíma leikskóladvöl. Foreldrar hafa undanfarna daga vakið athygli á málinu á Facebook en þrátt fyrir að borgin auglýsi niðurgreiðslurnar á heimasíðu sinni hafa þær ekki komið til framkvæmda. Svör borgarinnar óljós „Mér var sagt að þetta væri bara eitthvað sem væri algjörlega handan við hornið en það virðist sannarlega ekki vera raunin,“ segir Pétur Kristófersson faðir nítján mánaða drengs sem greiðir hátt í hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir dagvistun hjá dagforeldri. „Þetta er mjög íþyngjandi og ég held einmitt að þetta sé ekki fjárhæð sem fólk leikur sér að því að taka upp úr veskinu hjá sér,“ segir Pétur og bætir við að svör borgarinnar vegna málsins séu mjög óljós. Hann sér sjálfur ekki fram á að sonur hans komist inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi næsta haust, þá rúmlega tveggja og hálfs árs. „Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur og ég held það séu fáir í þeirri stöðu.“ Orðin tóm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það hafa komið í opna skjöldu að niðurgreiðslurnar væru ekki komnar til framkvæmda. „Ég fór að spyrjast fyrir og svörin sem ég fékk var að það hafði í raun ekkert verið gert til að innleiða þessa tillögu sem var samþykkt í sumar. Enn ætti eftir að breyta reglum sem þyrftu að fara í gegnum ákveðið samþykktarferli innan borgarinnar. Ég spurði mig þá bíddu við er þá planið að breytingin taki gildi um áramót en þá virðist ekki heldur búið að áætla fyrir þessum auknu útgjöldum á næsta ára.,“ segir Hildur og heldur áfram: „ Þannig maður spyr sig hvaða tillögur þetta eiginlega voru og hvers vegna þeim var ekki fylgt eftir og hvers vegna þetta eru bara orðin tóm.“ Úrbætur nauðsynlegar Barnafjölskyldur séu settar í vonda stöðu. Hildur segist ekki skilja hvers vegna tillögurnar voru ekki strax settar í framkvæmd og að það sé lítið mál að breyta texta og gera það sem þarf. „Ekki var hik á mannskapnum að setja textann inn á internetið eða fara með í fjölmiðlana. Þannig að þarna þarf að gera úrbætur á það er alveg klárt,“ segir Hildur. Í umræðu foreldra um málið á Facebook kemur fram að greiðslubyrði dagvistunar hjá einhverjum foreldrum vegna barna hjá dagforeldrum svipi til afborgana af húsnæðisláni. „Til þess að láta þetta ganga, þá þurfum við, bæði starfsmenn Reykjavíkurborgar, að vinna meira, fyrir Reykjavíkurborg, til þess að geta borgað Reykjavíkurborg fyrir dagvistun, til þess eins að komast í vinnu, hjá Reykjavíkurborg,“ segir ein móðir í færslu á Facebook. Reykjavíkurborg skreyti sig með innantómum loforðum sem enginn virðist vita hvenær eða hvernig verði efnd. Hildur segir loforðin hafa verið innantóm frá því í júní. „Fólk upplifði að þetta myndi taka gildi á þeim tíma.“
Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Fjármál heimilisins Leikskólar Tengdar fréttir Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Ólga meðal dagforeldra Eftir að hafa hlustað á viðtal við Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis Fimmtudag 15.júní erum við starfandi dagforeldrar frekar uggandi 16. júní 2023 11:30 Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. 13. janúar 2023 15:31 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24
Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01
Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00
Ólga meðal dagforeldra Eftir að hafa hlustað á viðtal við Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis Fimmtudag 15.júní erum við starfandi dagforeldrar frekar uggandi 16. júní 2023 11:30
Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. 13. janúar 2023 15:31