Reykjavík

Fréttamynd

Tökum til borginni

Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kjal­nesingar vilja slíta sig frá Reykja­­vík á ný

Kjal­nesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykja­víkur­borg og annað­hvort endur­heimta sjálf­stæði sitt eða sam­einast sveitar­fé­lagi sem er stað­sett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta sam­hliða næstu sveitar­stjórnar­kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi

Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um

Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum.

Innlent
Fréttamynd

Lækkum fast­eigna­gjöld tafar­laust

Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg á­fram for­maður FEB

Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla með viðbúnað í Lágmúla

Lögregla er nú að störfum við Lágmúla 5 en hún var kölluð út þangað skömmu fyrir klukkan tíu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var að minnsta kosti einn handtekinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

300 króna múrinn rofinn á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 

Neytendur
Fréttamynd

Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári

Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta verk eftir far­sælan getnað

Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“.

Skoðun
Fréttamynd

Þú nærð mér ekki aftur, Dagur

Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili.

Skoðun