Dalvíkurbyggð

KA spilar fyrstu heimaleikina á Dalvík
KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA.

Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni
Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum.

Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“
Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins.

Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins
Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.

Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði
Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram.

„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík.

Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur
Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans.

Snjóflóðahætta á Tröllaskaga eftir mikla ofankomu
Óvissuástandi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Töluverð snjókoma hefur verið í nótt.

Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun
„Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum.

Fara í víðtæka skimun á Dalvík
Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn.

Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík
Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári.

Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa
Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur.

Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu.

Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“
Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó.

Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng
Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar.

Hnúfubakur nálægt landi: „Þetta var alveg geggjað“
„Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi.

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi
John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild
KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík.

Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“
Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag.

Sóttu slasaða skíðakonu
Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um klukkan tvö í dag eftir að tilkynning um slasaða skíðakonu innarlega í Karlsárdal, norðan við Dalvík, barst neyðarlínu.

Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum
Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu.

Það var ósk Péturs og mín að ég reyndi að halda áfram rekstrinum
„Pétur maðurinn minn fann á bland.is hús til sölu í sveit. Og hingað komum við,“ segir Svanfríður Ingvadóttir innanhússhönnuður um hvernig það kom til að hún og Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, fluttu á sveitabæ ofan Hauganess við Eyjafjörð fyrir sjö árum.

Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu
Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar.

Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna
Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku.

Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga
Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar.

Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað.

Veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðs
Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið.

Slasaður vélsleðamaður hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar
Laust fyrir klukkan hálf tvö fékk Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um vélsleðaslys í Tröllaskaga nálægt Lágheiði. Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar og þá var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.

Dæmi um að einstaklingar undir tvítugu þurfi jólaaðstoð
Dæmi eru um að einstaklingar undir tvítugu þurfi að sækja sér jólaaðstoð hjálparsamtaka á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir komandi jól. Umsókum um aðstoð hefur fjölgað um þriðjung á milli ára.

Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins.