Vinnumarkaður

Fréttamynd

Eru launa­hækkanir að sliga ís­lenskt at­vinnu­líf?

Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna.

Skoðun
Fréttamynd

Ein hópuppsögn í nóvember

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu janúar til apríl 2022.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opinberum starfsmönnum fjölgar mjög en fækkar í einkageiranum

Úttekt Hagstofunnar leiðir í ljós að starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9 þúsund á sama tíma og starfsfólki í einkageiranum fækkaði um 8 þúsund.

Innherji
Fréttamynd

SA segja lykilmálum verið gleymt í stjórnarsáttmála

Málin sem gleymdust í nýundirrituðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að mati Samtaka atvinnulífsins eru skýrari áherslur á lækkun skulda og forgangsröðun ríkisútgjalda. Þá hafi farist fyrir að ræða sjálfbærni bótakerfanna í sáttmálanum. Loforð um skattalækkanir séu óljós.

Innherji
Fréttamynd

Kjaramál í upphafi þings

Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda.

Skoðun
Fréttamynd

Launa­munurinn geti vel skýrst af há­launa­störfum

For­maður BSRB harmar gagn­rýni innan úr röðum Starfs­greina­sam­bandsins og segir ekki hægt að þá stað­reynd í efa að opin­berir starfs­menn séu lægra launaðir að meðal­tali. Hún úti­lokar þó ekki að þetta eigi aðal­lega við há­launa­störf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera.

Innlent
Fréttamynd

SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum

Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sá fyrir hagvaxtarauka á svona tímum

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að enginn hafi séð fyrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í hagkerfinu eða hagvaxtarskotið sem fylgdi á samningstíma Lífskjarasamningsins. Þó hefði verið skynsamlegra að hagvaxtartenging launa hefði miðast við raunverulega aukningu landsframleiðslu yfir allan samningstímann, en ekki milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér"

„Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn?

Innherji
Fréttamynd

Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu

Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð.

Innherji
Fréttamynd

Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga

Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum.

Innherji