Hælisleitendur

Fréttamynd

Segir um­bjóð­endur sína leitaða uppi og hneppta í gæslu­varð­hald

Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður

Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

„Það á ekki að fara að gera neitt“

Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. 

Innlent
Fréttamynd

Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi

Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstöð í Rúanda

Í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag var álitsgjafi sem ítrekað tók það fram að hann væri alls enginn rasisti en að „lögreglumenn hafi sagt sér að töluverður hluti af því fólki sem hefur verið að koma frá Venesúela tali ekki þarlent tungumál og þurfi arabískan túlk.“

Skoðun
Fréttamynd

Frum­­­varpið taki ein­fald­­lega ekki á á­skorunum

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið

Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­­varp Jóns situr fast í þing­flokki Sjálf­­stæðis­­flokksins

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Stefna stjórnar (og stjórnar­and­stöðu) í hælis­leit­enda­málum

Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin.

Skoðun
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.

Innlent
Fréttamynd

Telur dóm veita tvö hundruð flótta­mönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnis­með­ferð

Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi

Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill senda flótta­­fólk til Rúanda

Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 

Innlent
Fréttamynd

Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi

Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju

Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja flytja Út­lendinga­stofnun til Reykja­nes­bæjar

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“

Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir

Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega.

Innlent