Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 09:19 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu