Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Þú nærð mér ekki aftur, Dagur

Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­kell dregur fram­boðið til baka í kjöl­far „rætinnar gagn­rýni“

Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Unga fólkið aftur heim í Múla­þing

Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan?

Skoðun
Fréttamynd

Dagur í lífi Sigþrúðar: Morgunhani sem vill að fjölskyldan borði saman

Sigþrúður Ármann er atvinnurekandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún vaknar eldsnemma til að hreyfa sig og á það til að sofna í leikhúsum og saumaklúbbum, enda kvöldsvæf með eindæmum. Hún segir enga tvo daga eins hjá sér og vill helst að aðrir eldi kvöldmatinn, því eldamennska er ekki hennar sterkasta hlið.

Frítíminn
Fréttamynd

Mjótt á munum í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum.

Innlent
Fréttamynd

Rósa efst í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýðræði í Garðabæ

Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum áfram á traustum grunni

Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax

Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsu­gæsla, hvað er það og af hverju?

Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku.

Skoðun
Fréttamynd

Óskað er eftir leiðtoga

Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika.

Skoðun
Fréttamynd

Garða­bær í fremstu röð

Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun fyrir al­manna­hag

Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Að­laðandi bær fyrir unga sem aldna

Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firðingar – veljum öfluga for­ystu!

Það eru mikil lífsgæði að búa í fallegum bæ eins og Hafnarfirði sem frá náttúrunnar hendi hefur svo margt að bjóða. Hér eru fjölmörg tækifæri til útiveru og heilsueflingar innan bæjarmarkanna og langflestir hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn sem stað til að búa á.

Skoðun
Fréttamynd

Má mig dreyma um raðhús?

Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði.

Skoðun