Píratar

Fréttamynd

Píratar, frum­kvöðlar í ís­lenskum stjórn­málum

Þessi mál mættu Píratar með fyrstir á hið hátimbraða íslenska alþingi og þar sem ég er Pírati, þá ætla ég að senda félögum mínum á þingi og í baráttunni hvatningu til að eigna sér það af meiri festu en hingað til hefur tíðkast hjá þessum elskum sem spillingin, sjálftakan, afturhaldið og riddarar upplýsingaóreiðunnar óttast svo mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Reikningskúnstir Ragnars Þórs

Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum breytingar – Kjósum Pírata

Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hel­vítis Píratarnir

Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi.

Skoðun
Fréttamynd

Treystum Pírötum til góðra verka

Píratar eru öðruvísi stjórnmálahreyfing sem hægt er að treysta til að vinna að almennings hagsmunum. Þess vegna starfa ég með þeim og er í framboði fyrir þá.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í vel­líðan – því hver króna skilar sér marg­falt til baka

Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær á toppnum

Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­félag án Pírata

Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.?

Skoðun
Fréttamynd

11 á­stæður fyrir því að kjósa Pírata

1. Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar vímu­efna­vandinn?

Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Gætu kosið stra­tegískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum

Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað er vanda­málið?

Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa.

Skoðun
Fréttamynd

„Við and­lát manns lýkur skatt­skyldu hans“

Á vefsíðu Skattsins þar sem fjallað er um dánarbú segir meðal annars: „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans.“ Fyrr má nú vera, en þessi setning segir þó aðeins hálfa söguna og er ekki fyllilega lýsandi fyrir raunveruleikann.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klaustur­bar“

Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk lof­orð

Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir

Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir.

Innlent
Fréttamynd

Málglaðasti þing­maðurinn talaði í þrjá og hálfan sólar­hring

Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lag fyrir okkur öll

Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hafna þessari gagn­rýni al­gjör­lega“

Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir fund ráð­herra og lög­reglu­stjóra til marks um spillingu

Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku.

Innlent