Byggðamál Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. Innlent 30.1.2024 13:25 Kílómetragjald á landsbyggðina? Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Skoðun 12.1.2024 07:00 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Innlent 11.1.2024 23:00 Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. Fréttir 10.1.2024 23:33 Dreifingu fjölpósts hætt Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Skoðun 9.1.2024 07:00 Tekur við sem framkvæmdastjóri Mývatnsstofu Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 2.1.2024 09:49 Sjö fjölmiðlar á landsbyggðinni fá milljón hver Sjö fjölmiðlar sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðins munu fá rúmlega milljón króna styrk frá hinu opinbera. Viðskipti innlent 21.12.2023 13:43 Lofsöngur til Landsbyggðarinnar Í hjarta iðandi þjóðar, á bak við háleit markmið og stanslaust suð borgarlífsins, liggja ósungnar hetjur samfélagsins – smábæirnir. Þessi yfirlætislausu samfélög, sem oft gleymast í frásögn framfara, gegna ómissandi hlutverki við varðveislu sálar Íslands og miðlun á grunngildum í gegnum kynslóðirnar. Það er þar sem einstaklingurinn þrífst og þroskast. Skoðun 20.12.2023 12:01 Skella í lás á Húsavík Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Innlent 19.12.2023 14:06 Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Innlent 10.12.2023 11:52 Mikil ánægja með mælaborð Byggðastofnunar Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir. Innlent 9.12.2023 20:31 Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Innlent 6.12.2023 09:09 Tæplega þúsund bændur fá 1,6 milljarð í styrk Áætlað er að stuðningur sem nemur alls 1.600 milljónum króna verði geiddur til 982 bænda, sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands, fyrir árslok 2023. Innlent 5.12.2023 17:45 Menning og fjárlög Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Skoðun 5.12.2023 08:00 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. Innlent 29.11.2023 15:01 Semja aftur um flug til Húsavíkur Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið. Viðskipti innlent 25.11.2023 16:32 Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Innlent 25.11.2023 09:09 DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Skoðun 17.11.2023 07:30 Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Skoðun 9.11.2023 13:01 Hætta að dreifa fjölpósti á landsbyggðinni Pósturinn mun alfarið hætta að dreifa fjölpósti um næstu áramót. Viðskipti innlent 7.11.2023 08:22 Bein útsending: Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? Byggðaráðstefnan fer fram í Reykjanesbæ milli klukkan 9 og 16 í í dag. Á ráðstefnunni verður fjallað um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Innlent 2.11.2023 08:31 Aðgangur að námi hefur áhrif á búsetufrelsi Skólastarf hefur haft áhrif á þróun samfélaga um aldir og mun gera það um ókomin ár eins og endurspeglast í menntastefnu til 2030, en þar segir „Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns.“ Þannig má álykta að samkeppnishæfni þjóða byggi á menntun og sama á við um samkeppnishæfni landshluta. Skoðun 1.11.2023 10:01 „Það er engin framtíð í þessu“ Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Innlent 26.10.2023 20:31 Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30 Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. Innlent 25.10.2023 22:22 Við þurfum öfluga bændur! Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Skoðun 25.10.2023 14:31 Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar. Innlent 24.10.2023 18:15 Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31 Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17.10.2023 13:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 15 ›
Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. Innlent 30.1.2024 13:25
Kílómetragjald á landsbyggðina? Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Skoðun 12.1.2024 07:00
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Innlent 11.1.2024 23:00
Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. Fréttir 10.1.2024 23:33
Dreifingu fjölpósts hætt Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Skoðun 9.1.2024 07:00
Tekur við sem framkvæmdastjóri Mývatnsstofu Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 2.1.2024 09:49
Sjö fjölmiðlar á landsbyggðinni fá milljón hver Sjö fjölmiðlar sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðins munu fá rúmlega milljón króna styrk frá hinu opinbera. Viðskipti innlent 21.12.2023 13:43
Lofsöngur til Landsbyggðarinnar Í hjarta iðandi þjóðar, á bak við háleit markmið og stanslaust suð borgarlífsins, liggja ósungnar hetjur samfélagsins – smábæirnir. Þessi yfirlætislausu samfélög, sem oft gleymast í frásögn framfara, gegna ómissandi hlutverki við varðveislu sálar Íslands og miðlun á grunngildum í gegnum kynslóðirnar. Það er þar sem einstaklingurinn þrífst og þroskast. Skoðun 20.12.2023 12:01
Skella í lás á Húsavík Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Innlent 19.12.2023 14:06
Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Innlent 10.12.2023 11:52
Mikil ánægja með mælaborð Byggðastofnunar Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir. Innlent 9.12.2023 20:31
Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Innlent 6.12.2023 09:09
Tæplega þúsund bændur fá 1,6 milljarð í styrk Áætlað er að stuðningur sem nemur alls 1.600 milljónum króna verði geiddur til 982 bænda, sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands, fyrir árslok 2023. Innlent 5.12.2023 17:45
Menning og fjárlög Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Skoðun 5.12.2023 08:00
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. Innlent 29.11.2023 15:01
Semja aftur um flug til Húsavíkur Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið. Viðskipti innlent 25.11.2023 16:32
Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Innlent 25.11.2023 09:09
DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Skoðun 17.11.2023 07:30
Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Skoðun 9.11.2023 13:01
Hætta að dreifa fjölpósti á landsbyggðinni Pósturinn mun alfarið hætta að dreifa fjölpósti um næstu áramót. Viðskipti innlent 7.11.2023 08:22
Bein útsending: Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? Byggðaráðstefnan fer fram í Reykjanesbæ milli klukkan 9 og 16 í í dag. Á ráðstefnunni verður fjallað um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Innlent 2.11.2023 08:31
Aðgangur að námi hefur áhrif á búsetufrelsi Skólastarf hefur haft áhrif á þróun samfélaga um aldir og mun gera það um ókomin ár eins og endurspeglast í menntastefnu til 2030, en þar segir „Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns.“ Þannig má álykta að samkeppnishæfni þjóða byggi á menntun og sama á við um samkeppnishæfni landshluta. Skoðun 1.11.2023 10:01
„Það er engin framtíð í þessu“ Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Innlent 26.10.2023 20:31
Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30
Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. Innlent 25.10.2023 22:22
Við þurfum öfluga bændur! Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Skoðun 25.10.2023 14:31
Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar. Innlent 24.10.2023 18:15
Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17.10.2023 13:31