Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifa 19. mars 2025 15:31 Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Ísafjarðarbær Icelandair Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Bættar samgöngur á landi breyta ekki þeirri staðreynd að ekki er fyrirsjáanlegt að það muni taka skemmri tíma en tæpa 5 tíma að aka til Reykjavíkur. Meðal markmiða í gildandi samgönguáætlun segir „íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Flugið er eina tegund almenningssamgangna til Ísafjarðar sem uppfyllt getur þetta markmið. Ekki hvort heldur hvernig Það er ekki spurning um hvort flogið verður áfram til Ísafjarðar heldur hvernig það verður gert bæði hvað varðar tíðni flugs og öryggi þjónustunnar. Núverandi staða og framtíð flugsins er háð mörgum þáttum sem hafa verður í huga þegar framtíðarfyrirkomulag flugsins er ákveðið. Vestfirðir eru í mikilli sókn og efnahagsleg umsvif hafa á síðustu árum aukist hratt. Því mun mikilvægi þess ekki minnka á næstu árum og til að viðhalda þessari sókn er gríðarlega mikilvægt að tryggt sé áætlunarflug með að minnsta kosti þeirri tíðni og öryggi sem hefur verið hluti af hjartslætti svæðisins. Í fyrra fóru tæplega 28.000 farþegar í áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Það sýnir þá miklu þörf sem er fyrir reglulegt flug ekki aðeins fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðamenn, fólk í viðskiptaferðum og fjölmarga aðra. Til að viðhalda þessari mikilvægu samgönguæð þarf að tryggja ásættanlega tíðni fluga. Eitt af markmiðunum er að vera að flogið verði tvisvar á dag alla daga vikunnar. Þetta tryggir betri tengingar og aukið aðgengi að miðlægri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu. Einnig skiptir stærð flugvéla máli. Ekki þarf bara að tryggja sætaframboð, heldur er einnig mikilvægt að hægt sé að taka hópa. Fundir, ráðstefnur og ferðaþjónusta með hópa byggir á því, en einnig starf íþróttafélaga. Félög og fylgdarfólk þurfa auðvitað að komast á sama tíma til og frá. Þær 9 og 16 sæta vélar sem notaðar eru á nokkrum flugleggjum innanlands eru því öldungis óásættanlegar. Undirbúningur er hafinn Á þeim dögum sem liðnir eru frá tilkynningu Icelandair höfum við átt fjölmarga fundi um málefni flugsins til Ísafjarðar og aflað ýmissa gagna. Ljóst er af þeim samtölum að sérstaða flugvallarins hvað varðar aðflugsskilyrði og legu veldur því að ekki eru margar tegundir flugvéla sem geta lent þar. Hér þarf að skoða þær vélar sem flugfélög á Íslandi hafa yfir að ráða og hvernig hægt er að nýta þær á sem bestan hátt til að þjóna farþegum á þessari leið. Í allmörg ár hefur verið flogið á Dash Q200 flugvélum til Ísafjarðar. Þær eru sterkbyggðar, þurfa stutta flugbraut og eru vel færar um að lenda við þær aðstæður sem Ísafjarðarflugvöllur býður upp á. Til þess að sinna áætlunarfluginu þarf að minnsta kosti tvær flugvélar til að hægt sé að sinna viðhaldi og þeim óvæntu uppákomum sem þar geta orðið. Ísafjörður er nú, eftir breytingar á aðstæðum í Grænlandi, eini áfangastaður Icelandair sem þjónað yrði með Q200 vélunum. Til Akureyrar og Egilsstaða er flogið á Dash Q400 vélum sem eru nokkuð stærri og því hagkvæmari, en geta ekki lent á Ísafirði. Önnur flugfélög á Íslandi eiga ekki vélar sem eru ásættanlegar fyrir flug á Ísafjörð en horfa þarf til þess að Icelandair á tvær slíkar vélar og átta eru í eigu Air Greenland sem líklegt er að verða til sölu fljótlega. Nokkrar leiðir í boði Þó það sé ekki gaman að segja það, stefnir í að ríkisvaldið þurfi að stíga inn til að tryggja áfram flug af þeirri tíðni, öryggi og gæðum sem þarf til. Þá þarf fyrirsjáanleiki að vera mikill. Það á auðvitað við fyrir farþega og ferðaþjónustuna, en einkum fyrir flugfélögin. Kaup á flugvélum og öllu því sem til þarf í flugrekstur krefst fyrirsjáanleika í tekjum. Hér má líta til að minnsta kosti tveggja kosta. Sá fyrr er að farið verði í umtalsvert lengri útboð en tíðkast hefur hingað til, til dæmis 10–15 ár. Kostur tvö er að horft sé til fordæmis í ferjusiglingum til dæmis ferjunnar Baldurs þar sem ríkið á farartækið en býður út reksturinn til 3–5 ára í svokallaðri þurrleigu þar sem rekstraraðili annast allan rekstur og viðhald. Í þessu tilviki, þar sem viðhaldsþátturinn er talsvert stór, er sennilega betra að vélarnar verði tvær svo alltaf að minnsta kosti önnur til reiðu. Hvort heldur sem er, er eðlilegt að fleiri flugleiðir sem svipað er ástatt um verði teknar inn í myndina, og lítum við þar sérstaklega til Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldudals og Vestmannaeyja, en frekari greiningar þurfa að fara fram á þessu öllu saman. Við þökkum samgönguyfirvöldum, þingmönnum og ráðherrum fyrir hve hratt og vel unnið er að lausnum í málinu. Við í héraði munum ekki láta okkar eftir liggja til þess að tryggja að áfram verði hágæðaflugsamgöngur til Ísafjarðar. Gylfi Ólafsson formaður stjórnar Vestfjarðastofu Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar