Netöryggi

Fréttamynd

Ráð­gjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvu­á­rás

Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á.

Erlent
Fréttamynd

Vara við svika­póstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins

Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

McAfee handtekinn í Barcelona

Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir.

Erlent
Fréttamynd

Brugðust strax við ábendingum um rape.is

Hin skammlífa vefslóð Rape.is skilar ekki lengur neinum niðurstöðum eftir að netverjar gerðu íslenskum stjórnvöldum viðvart. Vefslóðin vísaði á spjallborð þar sem fram fara umræður um kynferðisbrot, nauðganir og barnaníð eru vegsömuð og notendur deila myndum af börnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom

Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins.

Erlent