Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra

Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Borgin að baki heims­far­aldurs

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu.

Skoðun
Fréttamynd

Auka­verkanir Jans­sen vekja litla lukku hjá bólu­settum

Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag

Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja afnema einkaleyfi

Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll

Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur

Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að því að halda Þjóðhátíð

„Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

„Ef“ er orðið

Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið

Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir sam­fé­lagið allt“

„Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hvergi bangnir þrátt fyrir faraldur í grunnbúðum

Nokkur fjöldi fjallagarpa hefur þurft að hætta við að ganga á Everest-fjall síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í grunnbúðum. Íslendingar á svæðinu segjast gæta vel að sóttvörnum en að faraldurinn hafi ekki haft mikil áhrif á þeirra leiðangur.

Innlent
Fréttamynd

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Erlent