Dýraheilbrigði

Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð

Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum

Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís greinir frá á­kvörðun um hval­veiðar á Egils­stöðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki bruna­rústanna

Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.

Innlent
Fréttamynd

Á­minning um að plastið drepi

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kæra bónda fyrir flutning á dráttar­vél

Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis.

Innlent
Fréttamynd

Um blóðtökur úr fylfullum hryssum

Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist

Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðingar Bjarna Jónas­sonar hjá Um­hverfis­stofnun hraktar

Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki á­stæða til að vara ís­lenska hunda­eig­endur við

Mat­væla­stofnun sér ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur sér­stak­lega við smitandi hósta meðal hunda að ó­breyttu. Ekki eru fleiri til­vik um smitaða hunda nú en áður. Lang­stærstur hluti hunda hér á landi er bólu­settur gegn flestum veirum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“

Hunda­eig­andi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svo­kölluðum hótel­hósta og á tvo hunda til við­bótar sem eru veikir vill vara hunda­eig­endur við að fara með dýr sín á fjöl­farin hunda­svæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú.

Innlent
Fréttamynd

Gas­klefar á Ís­landi

Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr.

Skoðun