Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa 27. ágúst 2025 10:01 Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun