Þýski boltinn Luca Toni á leið til Bayern? Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina sé á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Sagt er að kaupverðið sé um 12 milljónir punda og að hann verði í kjölfarið hæst launaðasti leikmaður Bayern með um 3,75 milljónir punda í árslaun. Toni hefur skorað grimmt í A-deildinni á síðustu árum og er með 16 mörk á þessari leiktíð. Forráðamenn Bayern neita að staðfesta þessar fréttir. Fótbolti 29.4.2007 16:27 Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach. Fótbolti 28.4.2007 16:42 Klose biðst afsökunar Framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur beðið forráðamenn félagsins afsökunar á framkomu sinni í kjölfar þess að upp komst um leynilegan fund sem hann átti með forráðamönnum Bayern Munchen í vikunni. Forráðamenn Bremen segja að ekki komi til greina að selja Klosa til annars liðs í Þýskalandi áður en samningur hans rennur út eftir eitt ár. Fótbolti 27.4.2007 19:40 Klose átti fund með Bayern Munchen Þýskir fjölmiðlar slá því upp í dag að framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen hafi átt leynilegan fund með forráðamönnum Bayern Munchen á dögunum. Sagt er að þýsku meistararnir séu tilbúnir að bjóða Bremen 15 milljónir evra í kappann, en spænska blaðið Sport fullyrðir að Barcelona hafi einnig mikinn áhuga á markaskoraranum. Forráðamenn Bremen hafa staðfest áhuga Barcelona, en þar á bæ eru menn ekkert að flýta sér að selja hann. Fótbolti 26.4.2007 14:44 Podolski úr leik hjá Bayern Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen þarf að fara í hnéuppskurð og leikur ekki meira með liðinu á lokasprettinum í deildinni. Hann verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla sinna, en fyrir eru þeir Owen Hargreaves, Claudio Pizarro og Mark van Bommel allir tæpir vegna meiðsla fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Hamburg á laugardaginn. Fótbolti 26.4.2007 14:40 Klinsmann í sjónvarpið Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, skrifaði í dag undir vænan samning við þýsku sjónvarpsstöðina Arena og mun starfa við að lýsa leikjum í heimalandinu. Þetta er talið binda enda á orðróm sem verið hefur á kreiki um að Klinsmann taki við starfi Jose Mourinho sem næsti stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Klinsmann býr enn í Bandaríkjunum en mun fljúga milli landa til að lýsa stærstu leikjunum í Þýskalandi, Englandi og Spáni í sjónvarpi. Fótbolti 26.4.2007 14:35 Hitzfeld skammar leikmenn sína Ottmar Hitzfeld og Oliver Kahn, þjálfari og fyrirliði Bayern Munchen, eru allt annað en sáttir með frammistöðu leikmanna liðsins í leiknum gegn Stuttgart í gær. Leikurinn tapaðist 2-0 og eru möguleikar Bayern á titlinum orðnir stjarnfræðilegir. Þá er alls ekki víst að Bayern nái að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 22.4.2007 12:17 Bayern Munchen að missa af lestinni Schalke endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í dag með því að leggja Energie Cottbus af velli í dag, 2-0 en Werder Bremen hafði komist á toppinn í gærkvöldi með 3-1 sigri á Alemannia Aachen. Þá má segja að titilvonir Bayern séu að engu orðnar eftir 2-0 tap gegn Stuttgart í dag. Fótbolti 21.4.2007 18:05 Kahn lætur ekki bugast Þýski markvörðurinn Oliver Kahn ætlar ekki að láta neina strákpjakka slá sig út úr liði Bayern Munchen og segir ekki koma til greina að deila markvarðarstöðunni með hinum unga Michael Rensing. Kahn er 37 ára og er samningsbundinn Bayern út næstu leiktíð. Fótbolti 19.4.2007 16:19 Neuville ætlar að berjast til síðasta manns með Gladbach Þýski landsliðsmaðurinn Oliver Neuville hjá úrvalsdeildarfélaginu Gladbach gagnrýnir nokkra af félögum sínum í liðinu harðlega og segir þá kæra sig kollótta um það hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni í vetur eða ekki. Fátt annað en fall blasir við þessu fornfræga liði sem hefur verið á tómu basli síðasta áratug. Fótbolti 17.4.2007 16:11 Kahn sigursælasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar Markvörðurinn Oliver Kahn náði tveimur glæsilegum áföngum þegar hann stóð í marki Bayern Munchen í 2-1 sigri liðsins á Leverkusen um helgina. Kahn lék þá sinn 400. leik fyrir meistarana og vann sinn 292. sigur í úrvalsdeildinni á ferlinum. Enginn leikmaður hefur oftar verið í sigurliði í sögu deildarinnar. Fótbolti 16.4.2007 15:19 Allt í járnum í Þýskalandi Werder Bremen skaust aftur í annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eftir góðan 2-0 sigur á Dortmund. Meistarar Bayern Munchen halda í veika von um að verja titilinn eftir 2-1 sigur á Leverkusen. Fótbolti 15.4.2007 17:57 Schalke í vænlegri stöðu Schalke tók stórt skref í átt að fyrsta meistaratitli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með sannfærandi 3-0 útisigri á Mainz. Kevin Kuranyi, Gerald Asamoah og Lincoln skoruðu mörk Schalke, sem hefur nú fjögurra stiga forskot á Bremen á toppnum. Bremen á leik til góða gegn Dortmund á morgun. Fótbolti 14.4.2007 21:09 Bayern heldur í vonina Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eiga enn veika von um að verja titilinn í vor eftir góðan 2-0 sigur á toppliði Schalke í dag. Bayern er nú taplaust í átta heimaleikjum í röð og er í fjórða sæti. Schalke hefur sex stiga forystu á meistarana en hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Bremen náði aðeins jafntefli gegn Cottbus og er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Schalke. Fótbolti 31.3.2007 16:30 Lehmann útilokar ekki að spila á HM 2010 Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal útilokar ekki að spila þangað til hann verður fertugur og verða jafnvel með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku árið 2010. Hann segist ekki sjá neina beina arftaka sína hjá landsliðinu í dag. Fótbolti 29.3.2007 18:00 Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið. Fótbolti 26.3.2007 14:23 Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. Fótbolti 25.3.2007 16:00 Doll blæs í herlúðra hjá Dortmund Thomas Doll, nýráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund, vill að leikmenn liðsins hætti að væla í fjölmiðlum og einbeiti sér að því að bjarga liðinu frá falli. Dortmund hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og er Doll þriðji þjálfari liðsins síðan um jól. Fótbolti 22.3.2007 19:03 Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. Fótbolti 22.3.2007 18:34 Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. Fótbolti 22.3.2007 10:43 Bremen styrkir stöðu sína Werder Bremen styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með 2-0 sigri á Mainz á heimavelli. Jurica Vranjes og Diego skoruðu mörk heimamanna, sem eru þremur stigum á eftir toppliði Schalke. Leverkusen vann dýrmætan 1-0 sigur á botnliði Gladbach með marki Andriy Voronin í uppbótartíma. Sigurinn kom Leverkusen í Evrópusæti í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð deildarinnar, en Gladbach er í mjög vondum málum á botninum. Fótbolti 18.3.2007 20:56 Schalke á toppnum - Bayern tapar enn Schalke styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Stuttgart. Á sama tíma tapaði Bayern 1-0 fyrir Frankfurt á útivelli. Schalke hefur 53 stig eftir 26 leiki en Bremen getur minnkað forskot þeirra í þrjú stig með sigri á Mainz á morgun. Stuttgart er í þriðja sætinu með 46 stig og Bayern er í fjórða með 44 stig. Fótbolti 17.3.2007 18:25 Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. Fótbolti 15.3.2007 14:07 Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Fótbolti 14.3.2007 02:56 Thomas Doll tekur við Dortmund Thomas Doll hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Dortmund í Þýskalandi og tekur við af Jörgen Röber sem var rekinn í gær. Dortmund er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Doll var síðast hjá liði Hamburg í úrvalsdeildinni en þar var hann rekinn í febrúar þar sem liðið sat í botnsætinu. Doll hefur skrifað undir eins árs samning við félagið, sem varð Evrópumeistari fyrir tíu árum. Fótbolti 13.3.2007 16:46 Kahn gæti framlengt við Bayern Svo gæti farið að markvörðurinn Oliver Kahn framlengi samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins. Mistök markvarðarins urðu til þess að Bayern náði aðeins 1-1 jafntefli við Bremen í stórleik helgarinnar í Þýskalandi, en Karl-Heinz Rummenigge segir hann eiga nóg eftir. Fótbolti 13.3.2007 16:25 Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins. Fótbolti 11.3.2007 18:38 Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Fótbolti 10.3.2007 17:17 Ziege kominn á skrifstofuna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár. Fótbolti 8.3.2007 17:54 Bayern aftur í baráttuna Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana. Fótbolti 3.3.2007 18:17 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 116 ›
Luca Toni á leið til Bayern? Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina sé á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Sagt er að kaupverðið sé um 12 milljónir punda og að hann verði í kjölfarið hæst launaðasti leikmaður Bayern með um 3,75 milljónir punda í árslaun. Toni hefur skorað grimmt í A-deildinni á síðustu árum og er með 16 mörk á þessari leiktíð. Forráðamenn Bayern neita að staðfesta þessar fréttir. Fótbolti 29.4.2007 16:27
Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach. Fótbolti 28.4.2007 16:42
Klose biðst afsökunar Framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur beðið forráðamenn félagsins afsökunar á framkomu sinni í kjölfar þess að upp komst um leynilegan fund sem hann átti með forráðamönnum Bayern Munchen í vikunni. Forráðamenn Bremen segja að ekki komi til greina að selja Klosa til annars liðs í Þýskalandi áður en samningur hans rennur út eftir eitt ár. Fótbolti 27.4.2007 19:40
Klose átti fund með Bayern Munchen Þýskir fjölmiðlar slá því upp í dag að framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen hafi átt leynilegan fund með forráðamönnum Bayern Munchen á dögunum. Sagt er að þýsku meistararnir séu tilbúnir að bjóða Bremen 15 milljónir evra í kappann, en spænska blaðið Sport fullyrðir að Barcelona hafi einnig mikinn áhuga á markaskoraranum. Forráðamenn Bremen hafa staðfest áhuga Barcelona, en þar á bæ eru menn ekkert að flýta sér að selja hann. Fótbolti 26.4.2007 14:44
Podolski úr leik hjá Bayern Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen þarf að fara í hnéuppskurð og leikur ekki meira með liðinu á lokasprettinum í deildinni. Hann verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla sinna, en fyrir eru þeir Owen Hargreaves, Claudio Pizarro og Mark van Bommel allir tæpir vegna meiðsla fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Hamburg á laugardaginn. Fótbolti 26.4.2007 14:40
Klinsmann í sjónvarpið Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, skrifaði í dag undir vænan samning við þýsku sjónvarpsstöðina Arena og mun starfa við að lýsa leikjum í heimalandinu. Þetta er talið binda enda á orðróm sem verið hefur á kreiki um að Klinsmann taki við starfi Jose Mourinho sem næsti stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Klinsmann býr enn í Bandaríkjunum en mun fljúga milli landa til að lýsa stærstu leikjunum í Þýskalandi, Englandi og Spáni í sjónvarpi. Fótbolti 26.4.2007 14:35
Hitzfeld skammar leikmenn sína Ottmar Hitzfeld og Oliver Kahn, þjálfari og fyrirliði Bayern Munchen, eru allt annað en sáttir með frammistöðu leikmanna liðsins í leiknum gegn Stuttgart í gær. Leikurinn tapaðist 2-0 og eru möguleikar Bayern á titlinum orðnir stjarnfræðilegir. Þá er alls ekki víst að Bayern nái að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 22.4.2007 12:17
Bayern Munchen að missa af lestinni Schalke endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í dag með því að leggja Energie Cottbus af velli í dag, 2-0 en Werder Bremen hafði komist á toppinn í gærkvöldi með 3-1 sigri á Alemannia Aachen. Þá má segja að titilvonir Bayern séu að engu orðnar eftir 2-0 tap gegn Stuttgart í dag. Fótbolti 21.4.2007 18:05
Kahn lætur ekki bugast Þýski markvörðurinn Oliver Kahn ætlar ekki að láta neina strákpjakka slá sig út úr liði Bayern Munchen og segir ekki koma til greina að deila markvarðarstöðunni með hinum unga Michael Rensing. Kahn er 37 ára og er samningsbundinn Bayern út næstu leiktíð. Fótbolti 19.4.2007 16:19
Neuville ætlar að berjast til síðasta manns með Gladbach Þýski landsliðsmaðurinn Oliver Neuville hjá úrvalsdeildarfélaginu Gladbach gagnrýnir nokkra af félögum sínum í liðinu harðlega og segir þá kæra sig kollótta um það hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni í vetur eða ekki. Fátt annað en fall blasir við þessu fornfræga liði sem hefur verið á tómu basli síðasta áratug. Fótbolti 17.4.2007 16:11
Kahn sigursælasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar Markvörðurinn Oliver Kahn náði tveimur glæsilegum áföngum þegar hann stóð í marki Bayern Munchen í 2-1 sigri liðsins á Leverkusen um helgina. Kahn lék þá sinn 400. leik fyrir meistarana og vann sinn 292. sigur í úrvalsdeildinni á ferlinum. Enginn leikmaður hefur oftar verið í sigurliði í sögu deildarinnar. Fótbolti 16.4.2007 15:19
Allt í járnum í Þýskalandi Werder Bremen skaust aftur í annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eftir góðan 2-0 sigur á Dortmund. Meistarar Bayern Munchen halda í veika von um að verja titilinn eftir 2-1 sigur á Leverkusen. Fótbolti 15.4.2007 17:57
Schalke í vænlegri stöðu Schalke tók stórt skref í átt að fyrsta meistaratitli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með sannfærandi 3-0 útisigri á Mainz. Kevin Kuranyi, Gerald Asamoah og Lincoln skoruðu mörk Schalke, sem hefur nú fjögurra stiga forskot á Bremen á toppnum. Bremen á leik til góða gegn Dortmund á morgun. Fótbolti 14.4.2007 21:09
Bayern heldur í vonina Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eiga enn veika von um að verja titilinn í vor eftir góðan 2-0 sigur á toppliði Schalke í dag. Bayern er nú taplaust í átta heimaleikjum í röð og er í fjórða sæti. Schalke hefur sex stiga forystu á meistarana en hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Bremen náði aðeins jafntefli gegn Cottbus og er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Schalke. Fótbolti 31.3.2007 16:30
Lehmann útilokar ekki að spila á HM 2010 Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal útilokar ekki að spila þangað til hann verður fertugur og verða jafnvel með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku árið 2010. Hann segist ekki sjá neina beina arftaka sína hjá landsliðinu í dag. Fótbolti 29.3.2007 18:00
Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið. Fótbolti 26.3.2007 14:23
Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. Fótbolti 25.3.2007 16:00
Doll blæs í herlúðra hjá Dortmund Thomas Doll, nýráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund, vill að leikmenn liðsins hætti að væla í fjölmiðlum og einbeiti sér að því að bjarga liðinu frá falli. Dortmund hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og er Doll þriðji þjálfari liðsins síðan um jól. Fótbolti 22.3.2007 19:03
Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. Fótbolti 22.3.2007 18:34
Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. Fótbolti 22.3.2007 10:43
Bremen styrkir stöðu sína Werder Bremen styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með 2-0 sigri á Mainz á heimavelli. Jurica Vranjes og Diego skoruðu mörk heimamanna, sem eru þremur stigum á eftir toppliði Schalke. Leverkusen vann dýrmætan 1-0 sigur á botnliði Gladbach með marki Andriy Voronin í uppbótartíma. Sigurinn kom Leverkusen í Evrópusæti í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð deildarinnar, en Gladbach er í mjög vondum málum á botninum. Fótbolti 18.3.2007 20:56
Schalke á toppnum - Bayern tapar enn Schalke styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Stuttgart. Á sama tíma tapaði Bayern 1-0 fyrir Frankfurt á útivelli. Schalke hefur 53 stig eftir 26 leiki en Bremen getur minnkað forskot þeirra í þrjú stig með sigri á Mainz á morgun. Stuttgart er í þriðja sætinu með 46 stig og Bayern er í fjórða með 44 stig. Fótbolti 17.3.2007 18:25
Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. Fótbolti 15.3.2007 14:07
Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Fótbolti 14.3.2007 02:56
Thomas Doll tekur við Dortmund Thomas Doll hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Dortmund í Þýskalandi og tekur við af Jörgen Röber sem var rekinn í gær. Dortmund er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Doll var síðast hjá liði Hamburg í úrvalsdeildinni en þar var hann rekinn í febrúar þar sem liðið sat í botnsætinu. Doll hefur skrifað undir eins árs samning við félagið, sem varð Evrópumeistari fyrir tíu árum. Fótbolti 13.3.2007 16:46
Kahn gæti framlengt við Bayern Svo gæti farið að markvörðurinn Oliver Kahn framlengi samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins. Mistök markvarðarins urðu til þess að Bayern náði aðeins 1-1 jafntefli við Bremen í stórleik helgarinnar í Þýskalandi, en Karl-Heinz Rummenigge segir hann eiga nóg eftir. Fótbolti 13.3.2007 16:25
Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins. Fótbolti 11.3.2007 18:38
Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Fótbolti 10.3.2007 17:17
Ziege kominn á skrifstofuna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár. Fótbolti 8.3.2007 17:54
Bayern aftur í baráttuna Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana. Fótbolti 3.3.2007 18:17