Skimun fyrir krabbameini

Fréttamynd

Dagur ristil­krabba­meina 3. mars 2023

Í dag er alþjóðlegur dagur sem ætlað er að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og er við það að taka fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Pistill um ristil

Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabba­meins­til­felli sé sláandi

Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. 

Innlent
Fréttamynd

Setjum upp kolluna á al­þjóð­legum bar­áttu­degi gegn krabba­meinum

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Markverður árangur náðst

Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg.

Skoðun
Fréttamynd

Orrifinn hannar bleiku slaufuna í ár

Söfnunarátakið Bleika slaufan er farið af stað en í ár var slaufan hönnuð af þeim Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um.

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt að skoða hvort konur treysti heil­brigðis­kerfinu fyrir krabba­meins­skimunum

Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. 

Innlent
Fréttamynd

Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu

Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið.

Innlent
Fréttamynd

Lífinu snúið á hvolf við krabba­meins­greiningu

Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið er núna: Myndaveisla frá helginni

Kraftur stóð fyrir risa perluviðburði í Hörpu þann 22. maí þar sem þátttakendur perluðu af fullum krafti armbönd sem á stendur „Lífið er núna“ og eru seld til styrktar félagsins.

Lífið
Fréttamynd

Víti til varnaðar – á­fram stelpur!

Þann 1. janúar 2021 tóku Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, heilsugæslan og embætti landlæknis við umsjón og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana

Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því.

Lífið
Fréttamynd

Hvað er HPV?

Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining.

Skoðun
Fréttamynd

Ljós­mynda­sýningu ætlað að hvetja konur í leg­háls­skimun

Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Innlent
Fréttamynd

Er komið að skimun hjá þér?

Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Innlent