Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“

Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu.

Tónlist
Fréttamynd

Hætti í í­þróttum og gerðist lista­maður eftir lestur á Heims­ljósi

Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins.

Menning
Fréttamynd

Tónleikum TLC í Laugardalshöll aflýst

Tónleikum hljómsveitarinnar TLC sem áttu að fara fram þann 17. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavík Live sem stefndu á að sjá um tónleikana.

Tónlist
Fréttamynd

„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“

Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag og tónleikar á Íslandi í næstu viku

Tónlistarmaðurinn Khalid verður með tónleika á Íslandi þann 4.maí þar sem Reykjavíkurdætur og GDRN verða sérstakir gestir. Hann er einnig að gefa út nýtt lag í dag sem mun eflaust óma í Laugardalshöllinni í næstu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu

Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn.

Tónlist
Fréttamynd

Skepta heldur tón­­leika á Ís­landi í sumar

Einn stærsti tón­listar­maður Bret­lands, rapparinn Skepta, er væntan­legur til landsins til að halda sínu fyrstu sól­ótó­leika á Ís­landi. Hann er ein stærsta stjarna rapp­heimsins sem hefur haldið tón­leika á Ís­landi.

Tónlist
Fréttamynd

Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti

Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg.

Lífið