Skoðun: Alþingiskosningar 2024

Fréttamynd

Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma?

Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við?

Skoðun
Fréttamynd

Eru mót­töku­skólar málið?

Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með af­köst ríkisins?

Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla.

Skoðun
Fréttamynd

Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur

Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. 

Skoðun
Fréttamynd

Frægðarvæðing og inni­hald í stjórn­málum

Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi - ekkert miðjumoð!

Lýðræðisflokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem tekur einstaklingsfrelsi alvarlega. Í einstaklingsfrelsi felst að mönnum er frjálst að gera það sem þeir kjósa, nema skaða aðra og hvetja til ofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki best að fara í fram­boð?

Stórtíðindin að hæstaréttarlögmaðurinn, samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og vinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sjálfur Brynjar Níelsson (hér eftir nefndur Binni) með 5000 þús. vini á facebook og trilljón læk á innlegg vilji verða þingmaður aftur æsir mann upp í keppnishug.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­okun að ei­lífu, amen

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­mennar kvenna­stéttir

Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig sam­fé­lag?

Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Til­rauna­verk­efnið Ís­land

Þetta er eins og eitthvað tilraunaverkefni. Dreifið einni evróskri smáborg á 100 þúsund ferkílómetra eyju aðeins sunnar en Svalbarða og gefið þeim gjaldmiðil og sjálfstæði og fisk og fullt af orku og allskonar. Gefðu þeim líka svona inni-veður nema svona 20 daga á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Við ætlum á­fram, ekki aftur­á­bak

Á næsta ári verða liðin 50 ár frá kvennaverkfallinu árið 1975, þegar konur úr öllum samfélagshópum lögðu niður vinnu og stóðu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri stöðu og kjörum kvenna. Tilefnið var ærið, enda voru réttindi og staða kvenna á vinnumarkaði langtum verri en nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­heimar Suður­nesja

Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum gamal­dags að­greiningu

Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna.

Skoðun
Fréttamynd

Frægir í fram­boð

Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman?

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðingar elli­líf­eyris­þega um landsmálin, um­hverfis og orkumálin.

Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis).

Skoðun
Fréttamynd

Ný­sköpun skapar aukna hag­sæld

Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki fleiri tíma­bundna plástra

Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla.

Skoðun
Fréttamynd

Land­búnaður og kosningar

Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið.

Skoðun
Fréttamynd

Skammist ykkar! – opið bréf til þing­manna

Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka.

Skoðun
Fréttamynd

ESB: Engar á­hyggjur

Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru.

Skoðun
Fréttamynd

Frá í­myndar­stjórn­málum til klassískrar jafnaðar­stefnu

Kosningaslagorð Samfylkingarinnar — Sterk velferð, stolt þjóð — hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægar kross­götur fyrir fram­tíð þjóðarinnar

Þegar þjóðin fer í gegnum mikilvægar kosningar, er meira í húfi en nokkru sinni fyrr. Núverandi efnahagsástand—merkt af hræðilegri verðbólgu, hækkandi vöxtum, sveiflum í ISK, baráttu á húsnæðismarkaði og minnkandi kaupmætti—hefur skilið marga borgara í erfiðleikum með að takast á við óvenjulegar fjárhagslegar áskoranir.

Skoðun