Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun