
Bandaríkin

Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu
Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu.

Britney Spears varð ekki að ósk sinni
Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar.

Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens
Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku.

Trump endurgeldur ekki greiða Obama
Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund.

Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn
Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta.

Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig.

„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“
Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur.

Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag
Söngkonan víðfræga, Britney Spears, hefur höfðað mál með því markmiði að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears.

Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu.

Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju
Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju.

Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna
David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19.

Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna.

Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna
Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna.

Trump skiptir út varnarmálaráðherranum
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra.

Momala, „skrímsli“, Pioneer
Bandaríska leyniþjónustan hefur þá hefð að gefa einstaklingum undir sínum verndarvæng sérstök viðurnefni. Clinton var Eagle, Bush yngri Tumbler og síðar Trailblazer, Obama Renegade og Trump Mogul.

Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna
Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna.

Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika.

Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.

Biden setur baráttuna við kórónuveiruna efst á forgangslistann
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu.

Eta farin að hafa áhrif í Flórída
Hitabeltisstormurinn Eta er nú kominn að ströndum Flórídaríkis í Bandaríkjum og mun hafa afleiðingar í dag þar sem ýmissi þjónustu hefur þegar verið lokað.

Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters.

Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar
Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta

Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum.

Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr
Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum

Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens
Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast.

Alex Trebek er látinn
Kanadíski sjónvarpsmaðurinn Alex Trebek er látinn 80 ára að aldri.

Ísland að loknum kosningum í Bandaríkjunum í Víglínunni
Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland.

Jim Carrey kallar Trump „tapara“ í hlutverki Bidens
Jim Carrey nuddar Donald Trump Bandaríkjaforseta upp úr tapi þess síðarnefnda í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum
Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings.

Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum.