Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 21:25 Joe Biden tilkynnti hina nýja stefnu í kvöld. AP Photo/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stefnir á að skylda alla starfsmenn sem starfa fyrir alríkisstjórn Bandaríkjanna í bólusetningu. Þá mun atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út nýjar reglur sem skylda alla vinnustaði þar sem fleiri en hundrað starfa að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaður vikulega vegna Covid-19. Reiknað er með að bólusetningarskylda ríkisstarfsmanna og bólusetningarskylda/skimunarskylda starfsmanna vinnustaða yfir hundrað manns nái yfir tvo þriðju af vinnuafli Bandaríkjanna, eða um hundrað milljón manns. Aðgerðarnar fela einnig í sér að heilbrigðisstarfsmenn sem sem vinna á heilbrigðisstofnun og öðrum stofnunum sem taka þátt í Medicare og Medicaid, opinberu sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, þurfa að vera bólusettir. Áætlað er að þetta nái til sautján milljóna manna. Samhliða er ætlunin að efla til muna skimanir í Bandaríkjunum. Þannig mun Biden nýta sér sérstaka neyðarheimild í lögum til þess að afla fjármuna til þess að efla framleiðslu á prófum og búnaði sem á þarf að halda til að skima fyrir Covid-19, auk þess sem að stórar verslunarkeðjur á borð við Amazon og Walmart munu selja próf á kostnaðarverði. Pres. Joe Biden urges unity in fight against delta variant: "We have the tools to combat the virus if we can come together as a country and use those tools." https://t.co/SXK9KmxKJP pic.twitter.com/wG8SdQrhWY— ABC News (@ABC) September 9, 2021 Með þessu ætlar Biden sér að efla viðbragð Bandaríkjanna við kórónuveirufaraldrinum en um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna eru óbólusettir. Samkvæmt frétt Reuters eru 53 prósent Bandaríkjamanna fullbólusett. Alls hafa um 650 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Delta-afbrigði veirunnar hefur að undanförnu sett á stað nýjar bylgjur víða um Bandaríkin. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Þá mun atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út nýjar reglur sem skylda alla vinnustaði þar sem fleiri en hundrað starfa að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaður vikulega vegna Covid-19. Reiknað er með að bólusetningarskylda ríkisstarfsmanna og bólusetningarskylda/skimunarskylda starfsmanna vinnustaða yfir hundrað manns nái yfir tvo þriðju af vinnuafli Bandaríkjanna, eða um hundrað milljón manns. Aðgerðarnar fela einnig í sér að heilbrigðisstarfsmenn sem sem vinna á heilbrigðisstofnun og öðrum stofnunum sem taka þátt í Medicare og Medicaid, opinberu sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, þurfa að vera bólusettir. Áætlað er að þetta nái til sautján milljóna manna. Samhliða er ætlunin að efla til muna skimanir í Bandaríkjunum. Þannig mun Biden nýta sér sérstaka neyðarheimild í lögum til þess að afla fjármuna til þess að efla framleiðslu á prófum og búnaði sem á þarf að halda til að skima fyrir Covid-19, auk þess sem að stórar verslunarkeðjur á borð við Amazon og Walmart munu selja próf á kostnaðarverði. Pres. Joe Biden urges unity in fight against delta variant: "We have the tools to combat the virus if we can come together as a country and use those tools." https://t.co/SXK9KmxKJP pic.twitter.com/wG8SdQrhWY— ABC News (@ABC) September 9, 2021 Með þessu ætlar Biden sér að efla viðbragð Bandaríkjanna við kórónuveirufaraldrinum en um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna eru óbólusettir. Samkvæmt frétt Reuters eru 53 prósent Bandaríkjamanna fullbólusett. Alls hafa um 650 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Delta-afbrigði veirunnar hefur að undanförnu sett á stað nýjar bylgjur víða um Bandaríkin.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira