Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 21:17 Iðnaðarmenn söguðu efri hluta styttunnar af Lee af til að hægt væri að flytja hana í burtu. AP/Steve Helber Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20
Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14