Efnahagsmál

Fréttamynd

Kippur í útflutningi skilar hagstæðum vöruskiptum í fyrsta sinn í sjö ár

Verðmæti vöruútflutnings í janúar voru rúmum milljarði meiri en verðmæti vöruinnflutnings samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að þetta sé í fyrsta sinn frá því í mars 2015, ef litið er fram hjá flugvélasölu WOW air í byrjun árs 2019, sem vöruskipti við útlönd eru hagstæð.

Innherji
Fréttamynd

Jurta­olíur hækka mest í verði

Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Innlent
Fréttamynd

Helguvíkurhöfn skuldaði níu milljarða króna

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir skuldavanda hafnarinnar í Helguvík gífurlegan og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma sveitarfélaginu til aðstoðar. Allir bæjarfulltrúar sem og meirihluti íbúa leggist alfarið gegn því að kísilverið í Helguvík verði endurræst.

Innlent
Fréttamynd

Í­búða­markaður með krónískan há­þrýsting

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst

Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 

Neytendur
Fréttamynd

Hús­næði og líf­eyrir

Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum

Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB

Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað.

Umræðan
Fréttamynd

Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti

Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans

Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka.

Innherji