Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2025 14:30 Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun